Þjóðhagslegt gildi hvalveiða

Hvalur 9 kominn með 69 finnhvali. Hvalur 8 kominn með 66 finnhvali.

Langreyður
(Balaenoptera physalus) 

Lengd

24 - 36 m eða 48-74 feet

Þyngd

60 - 77 t

Blástur

4 - 6 m

Öndun

5 - 20 mín

Köfun

50 - 250 m

Fæða

krabbadýr, áta, smærri og stærri  uppsjávarfiskar

 Hámarksaldur

80-95 ár

Nr. 21/2010 - Þjóðhagslegt gildi hvalveiða

29.3.2010

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, vísar til þess að sl. vor var ákveðið að fá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til þess að vinna skýrslu um þjóðhagslegt gildi hvalveiða. Nú er skýrsla þessi komin út og er hér með sem viðhengi á vef ráðuneytisins. Er það von Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hún geti orðið tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland.

Úr skýrslunni

Áhrif hvalveiða

Áhrif hvalveiða á þjóðarhag eru talsvert margþættari en áhrif flestra annarra atvinnuvega:

  • Í fyrsta lagi skapa hvalveiðar eins og aðrir atvinnuvegir verðmæti og leggja þannig sitt af mörkum til þjóðarframleiðslunnar.
  • Í öðru lagi má víst telja að hvalveiðar séu grunnatvinnuvegur og hafi því þjóðhagsleg margföldunaráhrif.
  • Í þriðja lagi hafa hvalastofnar og þar með hvalveiðar, áhrif á afrakstur annarra fiskitegunda, þ.á m. annarra nytjastofna, og þar með fiskveiðar.
  • Í fjórða lagi eru ýmsir hvalastofnar umtalsverður þáttur í hvalaskoðun og þar með ferðaiðnaði.
  • Í fimmta lagi geta hvalveiðar sem slíkar haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn og því einnig verið þáttur í ferðamannaiðnaði.
  • Í sjötta lagi eru hvalastofnar umhverfisgæði sem hafa bein áhrif á velferð margra Íslendinga.
  • Í sjöunda lagi tengjast talsvert ríkar tilfinningar hvalveiðum víða um heim. Hugsanlegt er að alþjóðleg umhverfissamtök, sem eru andvíg hvalveiðum hér á landi og hefur stundum tekist að virkja þessar tilfinningar til að skaða ýmsa íslenska hagsmuni, nái að magna upp mikla andstöðu við Ísland ef hvalveiðar eru hér stundaðar.
  • Í áttunda lagi snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar  til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar.

Ágrip

  • Samkvæmt talningum árið 2007 voru um 20.600 langreyðar á svæðinu Austur-Grænland-Ísland. Árið 2001 töldust um 23.700 dýr á sama svæði. Stofnstærðin árið 2007 er ekki talin marktækt frábrugðin stærðinni árið 2001.
  • Árið 2007 töldust um 15.000 hrefnur á flugtalningasvæði, sem nær yfir meirihluta íslenska landgrunnsvæðinu, en þær voru um 43.600 árið 2001. Ekki reyndist unnt að telja hrefnur utan þessa svæðis árið 2007, en þær voru um 23.600 árið 2001. Vísindanefnd NAMMCO ályktaði á ársfundi 2008 og 2009 að ólíklegt væri að náttúruleg dánartíðni hefði breyst svona mikið á þessum tíma og að veiðar Íslendinga frá árinu 2003 hafi verið of litlar til að unnt sé að telja að stofninn hafi minnkað.
  • Miðað við þær forsendur að stofn langreyðar við Ísland telji um 22.100 dýr og stofn hrefnu um 53.000 dýr er talið að árlegar veiðar á 150 langreyðum og 150 hrefnum myndu með tímanum leiða til þess að stofn langreyðar næði jafnvægi við ríflega 20.000 dýr og stofn hrefnu við tæplega 51.100 dýr. Hægt væri að veiða mun meira af langreyði og hrefnu á hverju ári án þess að ganga of nærri stofnunum. Árlegar veiðar umfram 330 langreyðar og 800 hrefnur myndu hins vegar sennilega leiða til þess að stofnarnir hryndu er fram líða stundir.
  • Á árunum 1973-1985, þegar Hvalur hf. stundaði veiðar á stórhvölum í atvinnuskyni, svaraði hvalvinnsla að jafnaði til um 0,07% af vergri landsframleiðsla. Ekki liggur fyrir hvert framlag hvalveiðanna sjálfra var þá til vergrar landsframleiðslu.
  • Áætlað hefur verið að 80-90 ársverk gætu tengst beint veiðum og vinnslu  á 150 langreyðum og 150 hrefnum.
  • Lauslegt mat gefur til kynna að launagreiðslur vegna veiða og vinnslu á 150 langreyðum gætu numið um 750 milljónum kr. Ekki er hins vegar víst hver hagnaður fyrir afskriftir og vaxtagreiðslur gæti orðið af þessum veiðum og því ekki ljóst hversu mikill virðisauki myndi skapast vegna þeirra. Ólíklegt er þó að hann sé undir 750 milljónum kr. og trúlega er hann töluvert meiri. Virðisauki er hér skilgreindur sem samtala launa og launatengdra gjalda annars vegar og hagnaðar fyrir afskriftir og vaxtagreiðslur hins vegar. Ekki liggur heldur fyrir hver hagnaður gæti orðið eftir afskriftir og vaxtagreiðslur.
  • Samkvæmt upplýsingum frá hrefnuveiðimönnum, sem veiddu 69 dýr árið 2009, var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 0,6 milljónir kr. Launagreiðslur námu 21,7 milljónum kr. og virðisauki því 22,3 milljónum kr. Tap var á veiðunum þegar einnig er tekið tillit til afskrifta og fjármagnsliða. Hrefnuafurðir voru allar seldar innanlands. Ef gert er ráð fyrir að hægt yrði að selja hluta afurðanna erlendis má ætla að virðisauki af því að veiða 150 hrefnur gæti numið um 270 milljónum kr.
  • Jafnvel þótt gert væri ráð fyrir að enginn hagnaður myndi verða af veiðum á langreyði má því ætla að virðisauki af veiðum á 150 langreyðum og 150 hrefnum gæti orðið um 1.000 milljónir kr.
  • Um 120 manns vinna hjá fjórum stærstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum yfir háannatímann, en 40-50 utan þess.
  • Tíu hvalaskoðunarfyrirtæki eru nú starfandi hérlendis. Gera má ráð fyrir að virðisauki hjá þremur stærstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum gæti numið 200-300 milljónum kr. á ári. Ef gert er ráð fyrir að virðisauki annarra fyrirtæki nemi 100-200 milljónum kr. má ætla að virðisauki í greininni í heild gæti numið 300-500 milljónum kr. Samkvæmt upplýsingum frá þremur hvalaskoðunarfyrirtækjum var samanlagður hagnaður af rekstri þeirra 11,8 milljónir kr. árið 2007. Ársreikningar tveggja fyrirtækja árið 2008 gefa til kynna að þá hafi samanlagt tap þeirra numið 34,5 milljónum kr. Af reikningum stærsta hvalaskoðunarfyrirtækisins virðist aftur á móti hafa gengið mun betur árið 2009, en hagnaður þess það árið nam 91,6 milljónum kr.
  • Miðað við forsendur um afrán langreyðar á loðnu og afrán hrefnu á þorski, ýsu og loðnu væri hægt að stækka þessa þrjá nytjastofna umtalsvert með því að veiða 150 langreyðar og 150 hrefnur á hverju ári. Til lengri tíma litið gæti verið hægt að veiða um 2.200 tonnum meira af þorski á hverju ári, 4.900 tonn af ýsu og 13.800 tonn af loðnu. Núvirtur hagnaður af þessum aukna afla gæti numið um 12,1 milljarði kr. Virðisauki af þessum veiðum gæti þó orðið mun meiri.
  • Enda þótt tölur um virðisauka gefi til kynna framlag atvinnugreina til landsframleiðslu sýna þær ekki endilega þann þjóðhagslega ávinning sem hafa má af því að stunda viðkomandi atvinnugrein. Sá þjóðhagslegi ávinningur er því aðeins til staðar ef laun eru hærri þar en sama starfsfólk gæti haft fyrir önnur störf og hagnaður meiri en hægt væri að hafa af annarri starfsemi. Þetta gildir þó aðeins ef fullt atvinnustig ríkir, svo sem lengstum hefur verið á Íslandi. Þegar atvinnuástand er verra eins og nú er verður einnig að líta til þess hvort það fólk sem fær vinnu við viðkomandi starfsemi hefði ella gengið atvinnulaust.
  • Tölur um fjölda ferðamanna gefa ekki til kynna að hvalveiðar síðustu ára hafi haft marktæk áhrif á komur þeirra til landsins. Á árunum 1998-2008 fjölgaði ferðamönnum að jafnaði um 8%, en fjölgunin var örari árin 2003-2008, eða 9,4%. Íslendingar hófu hrefnuveiðar að nýju árið 2003, en hvalveiðar höfðu þá legið niðri frá árinu 1989.
  • Fjöldi þeirra ferðamanna sem farið hefur í hvalaskoðunarferðir hefur vaxið um 12% á ári frá 2000. Þá fóru um 61 þúsund í slíkar ferðir, en árið 2009 er áætlað að hvalaskoðendur hafi verið um 125 þúsund. Hvalaskoðunarfólki fjölgaði um 10 þúsund árið 2009 frá árinu á undan. Fjöldi hvalaskoðenda hefur haldist 20-25% af heildarfjölda ferðamanna frá árinu 2001. Ekki er sjá að sú ákvörðun að hefja hvalveiðar að nýju hafi dregið úr ásókn í hvalaskoðun. Þvert á móti virðist reynsla undanfarinna ára sýna að hægt er bæði að veiða hvali og skoða án þess að hvalaskoðendum þurfi að fækka.
  • Brýnt er að tryggja að hvalveiðar hafi sem allra minnst neikvæð áhrif á hvalaskoðun. Jafnframt er mikilvægt að tryggja að hvalaskoðunin hafi sem minnst neikvæð áhrif á hvalveiðar. Greinarnar verða því að læra að lifa í sátt hvor við aðra. Skýr svæðaaðgreining virðist m.a. gagnleg leið til að ná þessu marki.
  • Hvalveiðar geta sjálfar haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn og má minna á að þúsundir manna komu áður fyrr árlega í hvalstöðina í Hvalfirði.
  • Ekki hefur verið unnt í þessari skýrslu að virða til fjár þau áhrif sem hvalveiðar kunna að hafa á virði umhverfisgæða né þau áhrif sem veiðarnar kunna að hafa á afstöðu fólks í öðrum löndum til Íslands og ímynd landsins. Þessi áhrif, sem og hugsanleg áhrif á ferðaiðnaðinn, er mikilvægt að kanna frekar.
  • Miðað við þá þætti sem skoðaðir voru í þessari skýrslu virðist þjóðhagslega hagkvæmt að halda hvalveiðum áfram. Þessar niðurstöður gæti þó þurft að endurmeta komi síðar í ljós að veiðarnar hafi veruleg neikvæð áhrif á ferðaiðnaðinn, virði umhverfisgæða fyrir Íslendinga eða ímynd þjóðarinnar út á við.

 

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu,

29. mars 2010


Teikning af Hval 6

Teikning af Hval 6. Myndlistamaður er Einar Örn Einarson teiknað sumar 1986.

Hvalur_6_Einar_Örn


Hvalur 9 með 65 langreyði

Hvalur 9 kom í dag með 72 feet (36 m) langreyð en Hvalur 8 var áður búinn að fá 70 feet (35 m) langreyð. Hvalur 8 er kominn með 62 finnhvali.

Info_Hvalur9


Hvalsteik og pottréttur

Hvalkjöts piparsteikur. Fyrir 4  800 gr. hval piparsteik. Kjötið er látið liggja í Mjólk yfir nótt, síðan er það skorið í 200 gr. steikur og létt steikt á pönnu ca 3-4. mín á hvorri hlið. Gott að bera fram með piparsósu, bakaðri kartöflu og fersku salati.
 
Hvalkjöts pottréttur.Innihald:800 gr hrefnu gúllas.
2 stk. laukar.
150 gr. sveppir.
2 stk. rauð paprika.
Salt og pipar.
Nautakjötskraftur.
6 dl vatn.
Aðferð.Hvalkjötið er látið liggja í mjólk yfir nótt.Laukurinn er skrældur og síðan skorinn í fína báta, sveppirnir eru skornir í fernt og paprikan er skorin í grófa teninga. Djúp panna er hituð vel með olíu hvalkjötið steikt fyrst síðan er grænmetinu blandað saman við kryddað með salti og pipar. Þegar þetta er búið að krauma örlítið er vatninu helt úti ásamt ca einni msk. af krafti síðan þarf að smakka til. Látið sjóða í 2-3 mín. Þykkt með hveiti og vatni sem búið er að hræra saman. Borið fram með kartöflumús og hrásalati.

http://hemmi.wordpress.com/category/uppskriftirnar/


Hvalkjötsuppskrift

Hráefni:
Hvalkjöt
ISIO 4 olía til steikingar 
Sharwood´s Tikka Masala - Indian sósa 
Sharwood´s Naan Bread Mix 
Útbúið naan-brauðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum og berið það fram með réttinum ásamt soðnum hrísgrjónum. 
Steikið hvalinn eftir þörf í olíu á pönnu. Hitið sósuna í potti og útbúið naan-brauðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum. Berið fram með krydduðum kartöflum og krydduðum Bachelor hrísgrjónum .

Kryddaðar kartöflur: 
6 meðalstórar kartöflur. Helst þykkvabæjar.
ISIO4 olía til steikingar 
1 tsk. kúmen 
1 tsk. kanill 
1 tsk. Sharwood´s Garam Masala 
salt og pipar 
ögn af kókosmjöli frá Hagver 
Þvoið kartöflurnar vel. Skerið þær í stóra bita og steikið í potti, við 
vægan hita, ásamt kryddi og salti. Bætið kókosmjölinu út í þegar 
kartöflurnar eru farnar að mýkjast.


Verði ykkur að góðu!

Tekið af http://hvalveidifelagid.bloggar.is/blogg/


Leigði út tannlæknastólinn fyrir hvalinn!

6október

Leigði út tannlæknastólinn fyrir hvalinn!

Engilbert Snorrason tannlæknir kallar ekki allt ömmu sína og sannaðist það nú á dögunum. Við ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar lagði Engilbert borinn á hilluna og skellti sér í hvalbúninginn. Annálaður hvaláhugamaður og gamall starfsmaður Hvals sá hann sér ekkert annað fært í stöðunni enn að leigja út tannlæknastólinn og byrja að meta kjöt. "Það þarf að kenna þessum ungu til verka ef þetta  á ekki að fara fjandans til" segir Engilbert í samtali við Hvalveiðifélagið. Engilbert er harðorður gagnvart fólki andsnúnu hvalveiðum og sagði hann í samtali við hvalveiðifélagið að einu skilaboðin sem hann hafði til grænfriðunga væru "Take a picture, it will last longer. And if it doesn´t then cry me a river, build a bridge... and get the FUCK over it" Er hann brá sér á léttu tónana. Engilbert mun starfa í tvær vikur hjá Hval allavegna til að byrja með og koma þessu af stað eins og margir aðrir gamlir hvalsstarfsmenn.

Hér sést Engilbert á góðri stundu eftir hvalkjötsát.

Sonur Engilberts, Snorri er paránægður með vinnuframlag föður síns og segir hann vera sterka föðurímynd sem sýnir hvaðan hinn íslenski víkingur er kominn. Snorri segir í samtali við Hvalveiðifélagið "Hvalurinnn er góð afurð sem tilvalin er til manneldis og kjötáts... markaðurinn fyrir þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur íslendinga til að taka á við." Og hermdi hann eftir Guðna Ágústssyni með rödd sinni enda annálaður leikari og þekkja margir hann úr auglýsingum á borð við Mitt kort frá Landsbankanum þar sem hann er með hund sér í fangi.

Tekið af bloggsíðunni http://hvalveidifelagid.bloggar.is/blogg/   bloggað í október 2006


Hvalur 9 kominn með 62 finnhvali

Fengum pönnukökuhvalinn í fyrradag og erum á leið út. Hvalur 8 kominn með 60 finnhvali.

Hvalmenn hagsmunsamtök stórhvalveiðimanna

3 september kl 14.00 var loks stofnuð starfsmanna og hagsmunafélag hvalveiðimanna (stórhvala veiðimanna) félagið Hvalmenn. Þar var góð stemning á fundi og vel mætt. Og var þar öflug stjórn kosin. Félagsmenn geta verið núverandi og fyrrverandi stórhvalveiðimenn.

Hvalveiðilögin sem eru í gildi frá 1948

Hvalveiðilögin sem eru í gildi, eru betri heldur en hrákasmíðin sem verið er sjóða saman á Alþingi

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2009.  Útgáfa 136a.  Prenta í tveimur dálkum.

Lög um hvalveiðar

1949 nr. 26 3. maí

Tóku gildi 10. maí 1949. Breytt með l. 40/1979 (tóku gildi 1. júní 1979), l. 23/1991 (tóku gildi 17. apríl 1991) og l. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992).

 1. gr. [Rétt til að stunda hvalveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í reglugerð nr. 299 15. júlí 1975, til að landa hvalafla, þótt utan þeirrar landhelgi sé veitt, og til að verka slíkan afla í landi eða í fiskveiðilandhelgi Íslands, hafa þeir einir, er fengið hafa til þess leyfi sjávarútvegsráðuneytisins. [Slík leyfi má aðeins veita aðilum er fullnægja skilyrðum til að mega stunda fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.]
1) Áður en leyfi er veitt, skal ráðherra leita umsagnar Hafrannsóknastofnunarinnar.]2)
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg
 …1)
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg
 Leyfishafi skal á hverjum tíma veita allar þær upplýsingar um starfsemi sína og starfsháttu, sem atvinnumálaráðuneytið telur nauðsynlegar.
   
1)L. 23/1991, 5. gr. 2)L. 40/1979, 1. gr. 
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 2. gr. Erlend skip má ekki nota til hvalveiða nema með leyfi atvinnumálaráðherra. Skulu slík leyfi eigi veitt til lengri tíma en eins árs í senn. Eigi skal þetta þó skerða þau leyfi, sem þegar hafa verið veitt.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 3. gr. Óheimilt er að veiða: 
   a. Hvalkálfa og hvali, sem kálfar fylgja.
   b. Tilteknar tegundir hvala og hvali undir tiltekinni lágmarksstærð, eftir því, sem atvinnumálaráðuneytið ákveður nánar í reglugerð með hliðsjón af alþjóðasamningum um hvalveiðar, sem Ísland er eða kann að gerast aðili að.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 4. gr. Með reglugerð
1) getur atvinnumálaráðuneytið: 
   
a. Bannað hvalveiðar á tilteknum svæðum.
   
b. Takmarkað veiðar við ákveðinn tíma árs.
   
c. Takmarkað heildarveiðimagn, veiðimagn ákveðins fyrirtækis, leiðangurs eða landstöðvar.
   
d. Takmarkað veiðibúnað.
   
e. Bannað íslenskum ríkisborgurum og þeim, sem heimilisfang eiga á Íslandi, að taka þátt í hvalveiðum, sem ekki eru háðar jafnströngum fyrirmælum og þeim, sem á Íslandi gilda.
   
f. Sett hvers konar önnur ákvæði, sem talin eru nauðsynleg vegna þátttöku Íslands í alþjóðasamningum um hvalveiðar.
   
1)Rg. 163/1973, sbr. 304/1983239/1984862/2006822/2007 og 456/2008
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 5. gr. Verkun hvalafla má einungis fara fram á þeim stöðum, sem atvinnumálaráðuneytið samþykkir. Ráðuneytið setur nánari fyrirmæli um fyrirkomulag verkunarinnar, þannig, að af henni hljótist sem minnst ónæði fyrir aðra. Jafnframt skulu sett fyrirmæli um nýtingu hvals til fullnustu.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 6. gr. Atvinnumálaráðuneytið setur reglur um eftirlit með hvalveiðum samkvæmt lögum þessum, og skal þar gert ráð fyrir, að skipaðir verði opinberir eftirlitsmenn, er laun taki úr ríkissjóði.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg Jafnframt skal ákveða gjald fyrir leyfi samkvæmt 1. gr. laga þessara til að standast kostnaðinn af eftirlitinu.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 7. gr. Útgerðarmaður hvalveiðiskips ber ábyrgð á því, að ekki sé brotið í bága við lög þessi með notkun skipsins.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 8. gr. Atvinnumálaráðuneytið getur gefið sérstakt leyfi til hvalveiða í vísindalegu augnamiði. Leyfið skal háð þeim skilyrðum, sem ráðuneytið ákveður, og þarf þá ekki að fylgja fyrirmælum laga þessara.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 9. gr. Ráðningarkjör hvalveiðimanna skulu ákveðin þannig, að tekjur byggist að miklu leyti á tegund, stærð og verðmæti veiddra hvala, en ekki einungis á fjölda þeirra.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg
 Engin laun má greiða fyrir ólöglega hvalveiði, jafnvel þótt fullnægjandi ástæður séu færðar fyrir veiði hvalsins.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 10. gr. [Brot gegn lögum þessum og reglugerðum eða ákvæðum leyfisbréfa settum samkvæmt þeim skulu varða sektum 2.000–40.000 gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg Auk þess má láta brot varða fangelsi allt að 6 mánuðum þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg Brot samkvæmt framansögðu skulu og varða upptöku á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg [Kyrrsetja skal]
1) skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Þó er heimilt að láta skip laust fyrr, ef sett er bankatrygging, eða önnur trygging jafngild, …1) fyrir greiðslu sektarinnar og málskostnaðar.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg
 Til tryggingar greiðslu sektar samkvæmt þessari grein og kostnaðar skal vera lögveð í skipinu.]2)
   
1)L. 92/1991, 27. gr. 2)L. 40/1979, 2. gr. 


Verða þessi lög samþykkt í haust óbreytt

 Á virkilega að taka út úr lögunum sem eru enn í gildi hlutaskipti áhafna.
 
 
Þskj. 981  —  590. mál.   Frumvarp til laga um hvali. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)                                                                1. gr.Hvalastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun hvala samhliða hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu hvalastofna. Ráðherra skal við ákvarðanir í þessu efni líta til hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna.Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaftur­kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.                                                               2. gr.Lög þessi gilda um veiðar íslenskra skipa á hvölum innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og eftir því sem við getur átt um hvalveiðar íslenskra skipa utan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Jafnframt gilda lög þessi um vinnslu og nýtingu hvalaafurða.                                                               3. gr.Sjávarútvegs‑ og landbúnaðarráðuneytið fer með yfirstjórn hvalveiða samkvæmt þessum lögum.Hafrannsóknastofnunin annast vísindalega ráðgjöf fyrir ráðuneytið um vernd og sjálfbæra nýtingu hvalastofna hér við land.Fiskistofa annast útgáfu leyfa til veiða á hvölum og eftirlit með þeim. Ráðherra setur reglugerð um framkvæmd og inntak eftirlits Fiskistofu.Matvælastofnun annast eftirlit með vinnslu og heilbrigði hvalaafurða. Ráðherra setur reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Jafnframt setur ráðherra reglur um hámarksnýtingu hvals.                                                               4. gr.Allar veiðar á hval eru bannaðar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Veiðar á smáhvölum skulu þó aðeins háðar leyfi Fiskistofu að þær séu stundaðar í atvinnuskyni. Til smáhvala flokkast þeir hvalir sem hvorki teljast til skíðishvala (Mysticeti) né búrhvals (Physeter macro­ce­pha­lus). Föngun á lifandi hvölum er bönnuð nema að fengnu sérstöku leyfi ráðherra.Við veitingu leyfa til hvalveiða koma aðeins til greina skip sem hafa haffærisskírteini og skrásett eru á skipaskrá Siglingastofnunar Íslands. Skulu eigendur þeirra og útgerðir full­nægja skilyrðum til að stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.

                                                              5. gr.Ráðherra getur í reglugerð sett öll þau ákvæði sem hann telur nauðsynleg til að framfylgja ákvörðunum sem samþykktar hafa verið á grundvelli alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.Hafi Ísland nýtt sér rétt sinn til að mótmæla eða gera fyrirvara við samþykktir um vernd og nýtingu hvalastofna sem gerðar hafa verið á grundvelli alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að getur ráðherra að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar sett í reglugerð reglur sem hann telur nauðsynlegar til að tryggja vernd og hagkvæma nýtingu hvalastofna.                                                               6. gr.Hafrannsóknastofnunin gerir, á grundvelli sjálfbærrar nýtingar, tillögur til ráðherra um veiðiþol nytjahvala til tveggja ára í senn. Tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en í júní annað hvert ár vegna tveggja næstu almanaksára.Ráðherra skal, áður en hann tekur ákvörðun um fyrirkomulag hvalveiða kynna tillögur Haf­rannsóknastofnunarinnar og forsendur þeirra og veita þeim sem vilja koma athuga­semd­um sínum á framfæri við ráðherra mánaðarfrest til þess. Að þeim fresti liðnum ákveður ráð­herra með reglugerð hvaða tegundir hvala skuli leyft að veiða á tilteknu veiðitímabili og hve marga hvali af hverri tegund. Sú ákvörðun tekur ekki til veiða á smáhvölum nema ráðherra hafi ákveðið að setja frekari reglur um veiðar á þeim.Þá ákveður ráðherra í reglugerð fyrirkomulag veiða á komandi veiðitímabili og getur hann m.a. ákveðið að skipta skuli þeim fjölda hvala, sem leyfilegt er að nýta úr hverri tegund á viðkomandi veiðitímabili, að hluta eða öllu leyti á einstök skip eða svæði. Við þá ákvörðun getur hann m.a. tekið mið af veiðireynslu, búnaði og stærð skips.                                                               7. gr.Ráðherra kveður í reglugerð á um nánara fyrirkomulag hvalveiða og getur hann:

1.   Bannað eða takmarkað veiðar á tilteknum hvalategundum eða á ákveðnum svæðum.

2.   Bannað veiðar á tilteknum hvalategundum undir ákveðinni lágmarksstærð.

3.   Bundið veiðar á tilteknum hvalategundum við ákveðið tímabil.

4.   Takmarkað fjölda veiddra hvala úr einstökum tegundum á tilteknu svæði eða í tiltekinn tíma.

Ráðherra setur reglur um veiðiaðferðir og búnað við veiðar á einstökum hvalategundum og skulu þær reglur aldrei ganga skemur en reglur sem settar hafa verið í alþjóðlegum sam­þykktum sem Ísland er aðili að. Þannig skal tryggt að ávallt sé þeim veiðiaðferðum beitt sem deyða hvalinn á sem skemmstum tíma.

 

                                                             8. gr.

Fiskistofa annast útgáfu leyfa til hvalveiða. Þegar fyrir liggja ákvarðanir ráðherra um fyrirkomulag hvalveiða, sbr. 6.–7. gr., kynnir Fiskistofa þær reglur og auglýsir síðan eftir umsóknum um veiðileyfi. Í auglýsingu Fiskistofu skal koma fram að upplýsingar um eftir­farandi atriði skuli ávallt fylgja umsóknum:

1.   Stærð og gerð veiðiskips.

2.   Útbúnað veiðiskips.

3.   Þekkingu og reynslu áhafnar af hvalveiðum.

4.   Skotvopnaleyfi og þjálfun í meðferð skotvopna.

5.   Þátttöku í námskeiði viðurkenndu af Fiskistofu í meðferð skutulbyssa og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar.


6.   Aðstöðu til vinnslu afurða sem er viðurkennd af Matvælastofnun.

7.   Önnur atriði er máli skipta að mati Fiskistofu.

Leyfi til hvalveiða eru gefin út til tveggja ára í senn. Gjald fyrir leyfi til hvalveiða er 17.500 kr. og rennur það til Fiskistofu.

 

                                                             9. gr.

Eftirlitsaðilum Fiskistofu er heimilt að fara í veiðiferðir með hvalskipum og fara um borð í skip til athugunar á farmi, veiðarfærum og dagbók.

Eftirlitsaðilum Matvælastofnunar er heimill óhindraður aðgangur að þeim stöðum þar sem framleiðsla og/eða dreifing hvalaafurða á sér stað. Jafnframt er eftirlitsaðilum Fiskistofu heimill aðgangur að öllum gögnum sem varða veiðar og vinnslu. Útgerðarmönnum, skip­stjórnar­mönnum og kaupendum afla, svo og umboðsmönnum, útflytjendum, flutningsaðilum, bönkum, lánastofnunum og opinberum stofnunum, er skylt að láta ráðuneytinu eða Fiskistofu ókeypis í té allar þær upplýsingar sem unnt er að láta í té og nauðsynlegar eru taldar vegna eftirlits með framkvæmd laga þessara.

 

                                                            10. gr.

Óheimilt er að veiða hvalkálfa og kú sem kálfur fylgir. Ef mjólk finnst í júgrum kúa skal veiðileyfishafi á sinn kostnað senda sýni til viðurkenndrar rannsóknarstöðvar til greiningar á því hvort kýr hafi verið með kálfi nýlega. Senda skal Fiskistofu frumrit af niðurstöðu. Andvirði afurða mjólkandi kúa og dýra undir lágmarksstærð, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 7. gr., skal renna í ríkissjóð.

 

                                                            11. gr.

Sjávarútvegs‑ og landbúnaðarráðuneytið getur gefið sérstakt leyfi til hvalveiða í vísinda­legu augnamiði. Leyfið er háð skilyrðum sem ráðuneytið ákveður og þarf þá ekki að fylgja fyrirmælum laga þessara.

 

                                                            12. gr.

Eigendur skipa sem hafa leyfi til hvalveiða skulu greiða hvalveiðigjald fyrir hvern veiddan hval. Þyngd hvers hvals skal metin út frá lengd og ummálsmælingu hans en Hafrann­sókna­stofn­unin gefur út sérstakar leiðbeiningarreglur varðandi þessar mælingar. Greiða skal hval­veiðigjald sem hér segir: Fyrir hver 500 kg af þannig metinni þyngd hvals skal greiða 2.860 kr.

Eigendur skipa sem hafa leyfi til hvalveiða skulu senda Fiskistofu upplýsingar um fjölda veiddra hvala og þyngd til útreiknings á hvalveiðigjaldi, sbr. 1. mgr., innan þess frests og á því formi sem Fiskistofa ákveður.

Fiskistofa leggur á hvalveiðigjald í næsta mánuði eftir að hvalur er veiddur. Fiskistofa innheimtir hvalveiðigjald. Gjaldið fellur í gjalddaga einum mánuði eftir að Fiskistofa sendir aðilum tilkynningu um álagt hvalveiðigjald. Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. Hafi greiðsla ekki borist innan mánaðar frá gjalddaga fellur veiðileyfi skips niður. Lögveð er í skipi fyrir gjaldinu. Ef gjald er ekki greitt á eindaga reiknast dráttarvextir af fjárhæð gjalds til greiðsludags í samræmi við reglur laga um vexti og verðtryggingu. Hvalveiðigjald rennur í ríkissjóð.

 

                                                            13. gr.

Fyrir eftirlit samkvæmt lögum þessum skulu eigendur skipa sem hafa leyfi til hvalveiða og þeir aðilar sem vinna hvalaafurðir eða dreifa þeim greiða eftirlitsgjald sem ekki er hærra en raunkostnaður við eftirlitið til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum við eftirlit Fiskistofu og Matvælastofnunar:

a.   launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits,

b.   öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar, ferða­laga og tengds kostnaðar,

c.   kostnaði við greiningu á rannsóknastofu og sýnatöku,

d.  kostnaði við útgáfu leyfa, annarra en leyfa til hvalveiða, staðfestinga og vottorða.

Matvælastofnun framkvæmir viðbótareftirlit, þar á meðal rannsóknir, með hvalaafurðum þegar tiltekin starfsemi eða hvalaafurðir eru ekki taldar uppfylla þær almennu og eðlilegu kröfur sem gerðar eru til meðferðar eða heilbrigðis matvæla vegna vísbendinga um smitefni, mengun eða brot gegn heilbrigðis‑ eða starfsreglum eða skyldra atvika. Raunkostnað af viðbótareftirlitinu bera þeir aðilar sem ábyrgir eru fyrir því að ekki var farið að tilskildum kröfum um meðferð og vinnslu hvalaafurða eða það fyrirtæki sem á eða hefur hvala­af­urð­irnar í sinni vörslu þegar viðbótareftirlitinu er sinnt.

Ráðherra gefur út gjaldskrá fyrir eftirlitið að fengnum tillögum Fiskistofu og Mat­væla­stofnunar.

Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi opinbers eftirlitsaðila.

Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.

 

                                                            14. gr.

Fiskistofa sviptir skip leyfi til hvalveiða ef útgerð eða áhöfn skips eða aðrir þeir sem í þágu útgerðar starfa hafa brotið gegn ákvæðum laga þessara eða reglum settum samkvæmt þeim.

Við fyrsta brot sem varðar sviptingu veiðileyfis skal leyfissvipting ekki standa skemur en eina viku og ekki lengur en tólf vikur eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekuð brot skal svipting ekki standa skemur en fjórar vikur og ekki lengur en eitt ár.

Við fyrsta minni háttar brot getur Fiskistofa, þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr., veitt hlut­aðeigandi útgerð skriflega áminningu.

Fiskistofu er heimilt að beita þá aðila viðurlögum í formi dagsekta sem vanrækja að veita Fiskistofu upplýsingar skv. 12. gr. Dagsektir mega nema 10.000–50.000 kr. fyrir hvern dag. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna skriflega þeim sem hún beinist að. Dagsektir renna í ríkissjóð og má gera fjárnám til fullnustu þeirra án undangengins dóms eða sáttar.

 

                                                            15. gr.

Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt þessum lögum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim verður skotið til sjávarútvegs‑ og landbúnaðarráðuneytisins, enda sé það gert innan mánaðar frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun. Kæra samkvæmt þessari grein frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.

 

                                                            16. gr.

Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim og ákvæðum leyfis­bréfa varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að sex árum.

 

                                                            17. gr.

Sektir má jafnt gera lögaðila sem einstaklingi. Þrátt fyrir ákvæði 16. gr. má ákvarða lög­aðila sekt hvort sem sök verður sönnuð eða ekki á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.

Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.

 

                                                            18. gr.

Mál út af brotum gegn lögum þessum sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.

 

                                                            19. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi frá sama tíma lög nr. 26/1949, um hvalveiðar. Þá falla einnig úr gildi frá sama tíma öll leyfi sem hafa verið gefin út á grundvelli laga nr. 26/1949, um hvalveiðar.

 

                                                            20. gr.

                                             Breyting á öðrum lögum.

Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum nr. 80/2005, um Mat­væla­stofnun, með síðari breytingum: Við 2. gr. laganna bætist nýr stafliður, svo­hljóðandi: að ann­ast eftirlit með vinnslu og heilbrigði hvalaafurða samkvæmt lögum um hvali.

 

                                   Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

Hinn 10. mars 1999 ályktaði Alþingi að hefja skyldi hvalveiðar hið fyrsta hér við land. Í kjölfar ályktunarinnar voru ýmis skref stigin að því markmiði. Ber þar að nefna m.a. kynn­ingu á málstað Íslands erlendis, endurinngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið, virka þátttöku innan Alþjóðahvalveiðiráðsins við tilraunir til að koma þar á stjórnkerfi fyrir hvalveiðar í atvinnu­skyni sem og málflutning á vettvangi samningsins um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu (CITES), virka þátttöku innan Norður‑Atlants­hafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO), viðamiklar talningar á hvalastofnum og framkvæmd hrefnuhluta vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunarinnar. Það var síðan 17. október 2006 sem sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir á Alþingi að atvinnuveiðar á hrefnu og langreyði mundu hefjast að nýju hér við land eftir tuttugu og eins árs hlé.


Núgildandi hvalveiðilöggjöf er frá árinu 1949 og var á sínum tíma sett til þess að unnt væri að framfylgja þeim ákvæðum um nýtingu hvalastofnanna sem samþykktar væru á veg­um Alþjóðahvalveiðiráðsins. Lögin bera því sterk kennimerki liðins tíma og þarfnast endur­skoðunar með hliðsjón af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og þeirri þróun sem hefur orðið á stjórnsýslurétti. Af þessum sökum skipaði sjávarútvegs‑ og landbúnaðarráðherra í febrúar 2009 nefnd til að gera tillögur að endurskoðaðri löggjöf um hvalveiðar. Nefndinni var ætlað að hafa hliðsjón af öðrum lögum um nýtingu sjávarauðlinda í því skyni að tryggð yrði, eftir því sem kostur væri, hvalavernd en jafnframt að samræmis í stjórn hvalveiða og í stjórn á öðrum nytjastofnum sjávar yrði gætt. Þá var nefndinni ætlað að taka til athugunar hvort laga­breytingar væri þörf vegna tæknilegra atriða sem lytu að framkvæmd veiða og annarra atriða er máli skipta að hennar mati. Formaður nefndarinnar var Jón B. Jónasson, fyrrverandi ráðu­neytisstjóri. Auk hans skipuðu nefndina Ásta Einarsdóttir lögfræðingur og Jóhann Guð­munds­son, aðstoðarmaður ráðherra. Þá var Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sér­stakur ráð­gjafi nefndarinnar. Nefndin skilaði svo frumvarpi til laga um hvali af sér til sjávar­útvegs‑ og landbúnaðarráðherra í apríl 2009. Frumvarp þetta var síðan lagt fram á 137. lög­gjafarþingi 2009. Frumvarpið er nú lagt fram að nýju að mestu óbreytt. Þó hafa nokkrar breyt­ingar verið gerðar, m.a. með hliðsjón af umsögnum sem bárust til sjávarútvegs‑ og landbúnaðarnefndar á 137. löggjafarþingi.

Frumvarpið byggist á þeirri meginforsendu að ef hvalveiðar verði stundaðar hér við land þá verði það gert á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Það er á valdi sjávarútvegs‑ og landbúnaðar­ráðherra hvort hvalveiðar eru stundaðar og í hve miklum mæli. Er það í samræmi við þann hátt sem hefur verið og er hér ítrekað. Hafrannsóknastofnunin gerir tillögur til ráðherra um nýtingu hvalastofnanna til tveggja ára í senn. Tillögur Hafrannsókna­stofnunarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en í júní annað hvert ár vegna tveggja næstu almanaksára.

Ráðherra kynnir þessar tillögur og forsendur þeirra og gefur þeim sem það kjósa frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri vegna þeirra. Að þeim fresti liðnum tekur ráðherra ákvörðun um hvaða tegundir hvala skuli veiða og hve marga af hverri tegund. Þetta gefur ráðherra færi á að taka tillit til rökstuddra athugasemda um hagsmunaárekstra við aðrar at­vinnugreinar, svo sem hvalaskoðun.

Gert er ráð fyrir því að fyrirkomulag á veiðum smáhvala, einkum á hnísum og höfrungum, verði óbreytt en ráðherra geti þó gripið inn í telji hann þess þörf. Engin ástæða er til að koma upp flóknu stjórn‑ og eftirlitskerfi um þessar veiðar sem ekki eru stundaðar í atvinnuskyni.

Þegar fyrir liggur hvort veiða megi hvali á sjálfbæran hátt og þá hvaða hvali megi veiða og hve marga af einstökum tegundum tekur ráðherra ákvörðun um það með hvaða hætti þeim veiðum er stjórnað. Hann getur valið milli aðferða í því efni samkvæmt frumvarpinu. Heimilt væri honum að skipta leyfilegum fjölda dýra eða hluta þeirra á milli skipa og við það taka mið af t.d. reynslu þeirra eða stærð. Hann gæti einnig ákveðið að veiðar skyldu frjálsar uns tiltekinn heildarfjöldi dýra væri veiddur eða ákveðið að takmarkanir yrðu á fjölda veiddra hvala á tilteknum tíma. Hafa ber í huga að hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar með frjálsum hætti hér við land eins og fiskveiðar. Þykir því ástæða til þess að setja um þessar veiðar almennar reglur þar sem allir þeir sem fullnægi tilteknum skilyrðum komi til greina við veit­ingu veiðileyfa. Í frumvarpinu eru ýmis ákvæði sem lúta að skilyrðum fyrir veitingu leyfa til hvalveiða en gert er ráð fyrir að mun ítarlegar verði kveðið á um þau í reglugerðum.

Auk þess sem frumvarpið veitir víðtæka möguleika við stjórn hvalveiða og eftirlit með þeim til að tryggja mannúðlega aflífun þá eru ákvæði í frumvarpinu sem tryggja eiga að full­komnum veiðitækjum sé beitt og að aðilar sem veiðarnar stundi hafi þjálfun í meðferð veiði­tækja. Að lokum má nefna að ráðherra hefur heimildir til þessa að binda hvalveiðar við ákveð­in svæði, m.a. í því skyni að tryggja að þær trufli ekki hvalaskoðun. Að öðru leyti er vísað til athugasemda við einstakar greinar.

 

                          Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

                                                          Um 1. gr.


Hvalastofnar teljast til nytjastofna sjávar, enda voru hvalveiðar stundaðar hér mestan hluta síðustu aldar. Þótt hvalveiðar hafi ekki verið stundaðar hér við land að marki á undanförnum árum hefur vilji Alþingis staðið til þess að þessir nytjastofnar verði nýttir. Í 1. málsl. 1. mgr. segir að hvalastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og áréttar það mikil­vægi þess að Íslendingar hafi fullt forræði yfir nýtingu þessarar auðlindar. Jafnframt felst í þessu sú stefnumörkun að markmiðið með stjórn nytjastofna sjávar sé að nýta þá á sjálfbæran hátt til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Í 2. málsl. 1. mgr. segir að markmið laganna sé að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu hvala á sjálfbæran hátt, m.a. í samræmi við þau sjónar­­mið sem fram koma í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar tilvísunina í hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna er sérstaklega verið að vísa til skyldu Íslands sam­kvæmt samningnum til samstarfs við ríki með verndun og nýtingu sjávarspendýra í huga. Í 2. málsl. 65. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna segir: „Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi viðeig­andi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim.“ Ísland uppfyllir skyldu sína samkvæmt þessari grein með aðild og samstarfi sínu innan Alþjóðahvalveiði­ráðsins og Norður‑Atlantshafssjávarspendýraráðsins.

Í 2. mgr. segir að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndi ekki eignarrétt eða verði til þess að með því verði talið myndast óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið for­ræði einstakra aðila yfir þessum stofnum. Það er ákvörðunarefni löggjafans á hverjum tíma hvaða skipulag teljist best henta til að nýta þessa sameign þjóðarinnar með hagsmuni heildar­innar að leiðarljósi. Er þetta í samræmi við ákvæði 1. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða.

 

                                                          Um 2. gr.

Í þessari grein er kveðið á um gildissvið frumvarpsins. Frumvarpið nær til nýtingar á öllum tegundum hvala sem nytjaðar eru og kunna að verða nytjaðar innan fiskveiðilandhelgi Íslands. Fiskveiðilandhelgin er skilgreind sem hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og þau eru skilgreind á hverjum tíma, sbr. nú lög nr. 41/1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Fiskveiðilandhelgin nær því yfir tvö belti um­hverfis landið, annars vegar hina eiginlegu landhelgi næst landinu, sbr. I. kafla laga nr. 41/1979, og hins vegar efnahagslögsöguna sem tekur við utan landhelginnar, sbr. II. kafla laga nr. 41/1979. Í greininni segir enn fremur að lögin taki til veiða íslenskra skipa utan íslenskrar lögsögu eftir því sem við geti átt. Í ljósi aðstæðna er ekki sennilegt að íslensk veiðiskip muni stunda hvalveiðar utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi en þó þykir ástæða til að árétta gildis­sviðið að þessu leyti þar sem nokkur opin hafsvæði eru utan lögsögu Íslands. Má í þessu sambandi benda á að forræði íslenskra stjórnvalda til að setja reglur um veiðar ís­lenskra skipa er ekki bundið við landhelgina, sbr. lög nr. 34/1976, um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi Íslands. Er því gert ráð fyrir að skipan mála verði með sama hætti að þessu leyti. Þá kemur fram í 2. mgr. að lög þessi gildi jafnframt um vinnslu og nýtingu hvala­afurða.

 

                                                          Um 3. gr.


Sjávarútvegs‑ og landbúnaðarráðuneytið fer með yfirstjórn hvalveiða samkvæmt þessari grein og er það í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 177/2007, um Stjórnarráð Íslands. Sam­kvæmt lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, annast Hafrann­sókna­stofnunin vísindalega ráðgjöf fyrir ráðuneytið um vernd og nýtingu hvalastofna. Eins og um aðra nytjastofna mun ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar byggjast á varúðarnálgun og lög­málum um sjálfbæra nýtingu. Þá verður það hlutverk Fiskistofu að annast útgáfu leyfa til veiða á hvölum og eftirlit með því að reglum um þær sé fylgt. Er það í samræmi við það hlut­verk sem Fiskistofa hefur á sviði fiskveiðistjórnarinnar samkvæmt lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum. Ákvarðanir Fiskistofu verða kæranlegar til ráðuneytis­ins og með því færist stjórnsýslan á þessu sviði nær því sem almennt tíðkast. Matvælastofnun annast eftirlit með vinnslu og heilbrigði hvalaafurða og er það í samræmi við hlutverk henn­ar samkvæmt lögum nr. 80/2005, um Matvælastofnun.

 

                                                          Um 4. gr.

Í 1. mgr. kemur fram sú meginregla að allar hvalveiðar séu háðar leyfi Fiskistofu. Í 2. málsl. 1. mgr. er undanþáguákvæði þar sem fram kemur að veiðar á smáhvölum séu ekki háðar leyfi Fiskistofu nema þær séu stundaðar í atvinnuskyni eða stórum stíl. Veiðar á smá­hvölum hafa ekki verið háðar sérstökum leyfum, enda ekki verið stundaðar í verulegum mæli hér við land og ekki í atvinnuskyni. Þykir ekki ástæða til þess að breyta því fyrir­komulagi meðan veiðarnar eru ekki stundaðar í stærri stíl. Smáhvalir eru þeir hvalir sem hvorki teljast til skíðishvala (Mysticeti) né búrhvals (Physeter macrocephalus). Sem dæmi um slíka smá­hvali má nefna hnísur, höfrunga, marsvín (grindhvali) og hnýðinga. Þá kemur fram í loka­málslið 1. mgr. að óheimilt sé að fanga lifandi hval nema að fengnu sérstöku leyfi ráð­herra. Með föngun hvals er átt við þegar hvalur er tekinn lifandi úr sínu náttúrulega umhverfi og fluttur í land. Hefur nokkur ásókn verið í það að fá heimildir til slíks til flutnings í dýra­garða en slík leyfi hafa ekki verið veitt í mörg ár.

Þá er það gert að skilyrði í 2. mgr. að þau skip sem veitt sé leyfi til hvalveiða hafi haf­færis­skírteini og séu skrásett á skipaskrá Siglingastofnunar Íslands. Jafnframt skulu eig­endur þeirra og útgerðir fullnægja skilyrðum til að stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Ísland. Þessi skilyrði eru þau sömu og eru fyrir veitingu leyfa til fiskveiða í atvinnuskyni hér við land.

 

                                                          Um 5. gr.

Samkvæmt 1. mgr. er ráðherra heimilt að setja öll þau ákvæði í reglugerð er hann telur nauðsynleg til að framfylgja ákvörðunum sem samþykktar hafa verið á grundvelli alþjóða­samn­inga sem Ísland er aðili að. Þessi málsgrein er nánast samhljóða f‑lið 4. gr. núgildandi laga um hvalveiðar, nr. 26/1949. Ljóst er að mörg tilvik geta komið upp í þessu samhengi og því var talið hagkvæmast að þau yrðu nánar tiltekin í reglugerð með stoð í allrúmri laga­heim­ild. Hefur sú leið verið farin í frumvarpi þessu.

Þá kemur fram í 2. mgr. að hafi Ísland nýtt sér rétt sinn til að mótmæla eða gera fyrirvara við samþykktir um vernd og nýtingu hvalastofna sem gerðar hafa verið á grundvelli alþjóða­samninga sem Ísland er aðili að geti ráðherra að fengnum tillögum Hafrannsókna­stofnunar­innar sett í reglugerð reglur sem hann telur nauðsynlegar til að tryggja vernd og hagkvæma nýtingu hvalastofnanna. Ákvæði sama efnis er í 4. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, vegna þátttöku í alþjóðastarfi á sviði fiskveiðistjórnar og hefur það sýnt sig að slík ákvæði eru nauðsynleg.

 

                                                          Um 6. gr.

Í þessari málsgrein er kveðið á um hvernig ráðherra skuli standa að ákvörðun um hval­veiðar og hvaða meginleiðir séu honum færar til að fylgja þeim ákvörðunum eftir.


Gert er ráð fyrir því í 1. mgr. að Hafrannsóknastofnunin geri á grundvelli sjálfbærrar nýt­ingar tillögur til ráðherra um veiðiþol nytjahvala til tveggja ára í senn. Er það í samræmi við hlutverk þeirrar stofnunar, sbr. 3. gr. þessa frumvarps. Ráðherra er ekki bundinn af tillögum stofnunarinnar en þær eru sá grundvöllur sem ráðherra hlýtur að taka mið af við ákvörðun sína.

Í 2. mgr. segir að ráðherra skuli að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar kynna þær og forsendur þeirra og veita þeim sem vilja koma athugasemdum sínum á framfæri við ráðherra mánaðarfrest til þess. Hér er því öllum veittur möguleiki á því að koma athuga­semd­um sínum á framfæri við ráðherra áður en hann tekur ákvörðun sína í þessu efni. Önnur leið sem til greina hefði komið í þessu efni var sú að lögfesta umsagnaraðila en vegna þess hve margir telja sig þessi mál varða þykir heppilegra að fara þá leið sem hér er lögð til. Augljóst er að ráðherra tekur enga ákvörðun í þessu efni varðandi veiðar á smáhvölum nema ráðherra hafi ákveðið að setja frekari reglur um veiðar á þeim.

Eftir að ráðherra hefur tekið ákvörðun sína samkvæmt framangreindu standa honum ýmsir kostir til boða þegar ákveða skal hvernig veiðiheimildum skuli ráðstafað. Skv. 3. mgr. er ráð­herra heimilt að skipta veiðiheimildum að hluta eða öllu leyti milli skipa og getur ráðherra við þessa ákvörðun m.a. tekið mið af veiðireynslu, búnaði og stærð skips.

Jafnhliða þessu væri ráðherra einnig fær sá kostur að kveða einungis á um leyfilegan heildarafla í reglugerð. Þannig gætu þeir sem hefðu gilt veiðileyfi sótt afla sinn úr þeim heildarafla. Veiðar yrðu svo stöðvaðar þegar leyfilegum heildarafla væri náð samanlagt. Þá gæti ráðherra einnig sett ýmsar takmarkanir á veiðarnar á grundvelli 7. gr. sem í raun þýddi að sóknartakmarkanir yrðu settar á veiðarnar. Gætu slíkar takmarkanir tekið bæði til veiða í heild á tiltekinni tegund eða hluta hennar.

 

                                                          Um 7. gr.

Í greininni eru ákvæði sem lúta að heimildum ráðherra til að setja nánari reglur um fyrir­komulag hvalveiða. Í 1. tölul. 1. mgr. segir að ráðherra geti bannað eða takmarkað veiðar á tilteknum hvalategundum eða á ákveðnum svæðum. Ljóst er að ýmsar tegundir eru alfriðaðar samkvæmt samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins og meðan svo er ber nauðsyn til þess að þær tegundir verði sérstaklega friðaðar í reglugerð. Má sem dæmi um þær tegundir nefna búrhval og hnúfubak. Þá getur hann takmarkað eða bannað veiðar á tilteknum svæðum og getur hann gripið til slíkra ráðstafana í verndarskyni og jafnvel eins til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þeirra sem stunda hvalveiðar og þeirra sem vinna við að sýna ferðamönnum hvali. Í 2. tölul. 1. mgr. segir að ráðherra geti bannað veiðar á tilteknum hvalategundum undir ákveð­inni lágmarksstærð. Ýmsar reglur um þetta atriði hafa verið settar af Alþjóðahvalveiðiráðinu sem Íslendingar fylgja auk þess sem ekki er útilokað að við grípum til þess að setja slíkar reglur að eigin frumkvæði. Í 3. tölul. 1. mgr. segir að ráðherra geti bundið veiðar á tilteknum hvalategundum við ákveðið tímabil. Þetta veitir heimild til að marka veiðunum ákveðið tímabil hvort sem það yrði gert til að fylgja alþjóðlegum skuldbindingum eða marka eigin reglur að þessu leyti. Loks segir í 4. tölul. 1. mgr. að ráðherra geti takmarkað fjölda veiddra hvala úr einstökum tegundum á tilteknu svæði eða í tiltekinn tíma. Þetta veitir möguleika á að stjórna hvalveiðum með ýmsum hætti auk þeirra stjórnunaraðferða sem nefndar eru í 6. gr. og vísast til athugasemda við þá grein.


Í 2. mgr. segir að ráðherra setji reglur um veiðiaðferðir og búnað við veiðar á einstökum hvalategundum og að þær reglur skuli aldrei ganga skemur en þær reglur sem settar hafa verið í alþjóðlegum samþykktum sem Ísland er aðili að. Eitt þeirra atriða sem mikil áhersla hefur verið lögð á í tengslum við veiðiaðferðir er að veiðarnar séu sem mannúðlegastar og að aflífun dýra taki sem skemmstan tíma. Hafa margir fundir verið haldnir um þessi mál á vegum stofnana sem að stjórn veiða úr hvalastofnum koma án þess að niðurstaða hafi fengist. Þrátt fyrir það liggur fyrir alllöng reynsla í þessum málum og hafa ýmsar reglur verið settar um þessi efni. Það er ljóst að mjög vel verður að standa að þessum málum og fylgjast náið með framförum á þessu sviði og tryggja þannig að ávallt sé þeim aðferðum beitt sem minnst­um sársauka valda og deyða hvalinn á sem skemmstum tíma.

 

                                                          Um 8. gr.

Fiskistofu er falin útgáfa leyfa til hvalveiða og vísast í því efni til athugasemda við 3. gr. Skal Fiskistofa, þegar fyrir liggja ákvarðanir ráðherra um fyrirkomulag hvalveiða, kynna þær reglur og auglýsa eftir umsóknum um veiðileyfi. Eru tilgreind þau atriði sem umsækjandi skal upplýsa Fiskistofu um þegar hann sækir um leyfi. Þau atriði lúta að því að tryggja að aðeins sé þeim aðilum veitt leyfi til hvalveiða sem hafa yfir að ráða fullnægjandi veiðiskipi, réttum búnaði og reynslu til þess að stunda viðkomandi veiðar auk þess sem tryggt sé að meðferð afurða sé í samræmi við reglur þar um. Í 2. mgr. kemur fram að leyfi til hvalveiða skuli gefið út til tveggja ára í senn. Gjald fyrir leyfi til hvalveiða er 17.500 kr. og rennur til Fiskistofu til að standa undir umsýslu við útgáfu leyfisins. Er þetta gjald til samræmis við gjald fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni sem eigendur fiskiskipa greiða.

 

                                                          Um 9. gr.

Þessi grein á sér fyrirmynd bæði í lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, og í lögum um matvæli, nr. 93/1995. Nauðsynlegt þykir að kveða skýrt á um heimildir eftirlitsmanna í frumvarpinu en samkvæmt greininni er eftirlitsaðilum Fiskistofu heimilt að fara í veiðiferðir með hvalskipum og fara um borð í skip til athugunar á farmi, veiðarfærum og dagbók. Í 2. mgr. kemur fram að eftirlitsaðilum Matvælastofnunar sé heimill óhindraður aðgangur að þeim stöðum þar sem framleiðsla og/eða dreifing hvalaafurða á sér stað. Þá segir í 2. mgr. að eftirlitsaðilum Fiskistofu sé heimill aðgangur að öllum gögnum sem unnt sé að láta í té og varða veiðar og vinnslu.

 

                                                         Um 10. gr.

Ákvæði þetta má rekja til samþykktar Alþjóðahvalveiðiráðsins sem kom strax inn í lög um hvalveiðar frá 1949. Tilgangur þessa ákvæðis er augljós og er ekki ástæða til að skýra hann nánar. Þá er kveðið á um skyldu veiðileyfishafa ef mjólk finnst í júgrum kúa að senda sýni til viðurkenndrar rannsóknarstöðvar til greiningar á því hvort kýr hafi verið með kálfi nýlega. Veiðileyfishafi skal bera allan kostnað af þessu og senda skal Fiskistofu frumrit af niðurstöðu. Þá segir í lok greinarinnar að andvirði afurða mjólkandi kúa og dýra undir lág­marksstærð, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 7. gr., skuli renna í ríkissjóð. Óeðlilegt þykir að veiðileyfis­hafi hagnist af slíkum veiðum.

 

                                                         Um 11. gr.

Þessi grein er nær samhljóða 8. gr. núgildandi laga um hvalveiðar, nr. 26/1949. Getur til þess komið að fram þurfi að fara frekari veiðar í vísindalegu augnamiði og að setja þurfi þeim veiðum aðrar reglur en almennt munu gilda um hvalveiðar. Því er lagt til að þessi heim­ild til handa ráðherra verði veitt. Má geta þess að sambærilegt ákvæði er í 13. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

 

                                                         Um 12. gr.

Í 1. mgr. er kveðið á um að greiða skuli ákveðið hvalveiðigjald fyrir hvern hval sem veiðist. Skal hvalveiðigjaldið vera 2.860 kr. á hver 500 kg af þyngd hvers hvals. Þyngd hvals skal metin út frá lengd og ummálsmælingu hans en Hafrannsóknastofnunin mun gefa út sérstakar leiðbeiningarreglur varðandi þessar mælingar.

Nefndin, sem gerði tillögur að endurskoðaðri löggjöf um hvalveiðar, taldi eðlilegt að fyrir veidda hvali væri greitt sérstakt hvalveiðigjald eins og gert er vegna úthlutunar aflaheimilda samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Hins vegar taldi nefndin að ekki lægju fyrir upp­lýs­ingar um verðmæti hvalaafurða eða afkomu hvalveiða þann­ig að unnt væri að setja sam­bæri­legar reglur og kveðið er á um í lögum um stjórn fisk­veiða. Þrátt fyrir það var við ákvörðun gjaldsins litið til áætlaðrar nýtingar af langreyðum og hrefnum auk áætlaðs verð­mætis. Er við það miðað að hvalveiðigjaldið sé sanngjarnt, hóflegt og nemi ekki hærri fjár­hæð en sem nemur 1,5% af áætluðu verðmæti afurða. Gjaldið verður greitt eftir á og mið­ast við þyngd landaðra hvala. Hins vegar er ljóst að ýmsar aðrar leiðir koma eins til greina við ákvörðun um veiðigjald og jafnframt væri unnt að skoða þann mögu­leika að taka upp svipaða reglu um veiðigjald í hvalveiðum og tíðkast í almennum fisk­veið­um þegar reynsla hefur fengist um afkomu hvalveiða. Gert er ráð fyrir að hvalveiðigjaldið renni í ríkissjóð með sama hætti og veiðigjaldið gerir.

Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðar tekjur ríkissjóðs af hvalveiðigjaldi miðað við að 150 lang­reyðar verði veiddar og 100 hrefnur. Hafa verður í huga að hvalveiðigjaldið er lagt á eftir á og miðast eingöngu við landaða hvali.

 
 KvótiMeðalþyngdÞyngd 
Langreyðar150 dýr42 tonn6.300 
Hrefnur100 dýr  5 tonn500 
   6.800tonn
Áætluð kjötnýting – hrefnur 30%  150 
Áætluð kjötnýting – langreyðar 35%  2.205 
   2.355tonn
Áætlað verðmæti – 1.100 kr./kg  2.591m.kr.
Hvalveiðigjald 1,5%  39m.kr.
 Gjald kr. áhver 500 kg landaðs hvalsSamtalsáætlaðhval­­veiði­gjald  
Hrefnur2.8602,9  
Langreyðar2.86036,0  
  38,9 m.kr.  
 

Þá er í 2. mgr. kveðið á um skyldu eigenda skipa sem leyfi hafa til hvalveiða að senda Fiskistofu upplýsingar um fjölda veiddra hvala og þyngd þeirra til útreiknings hval­veiði­gjalds, sbr. 1. mgr. Þá er Fiskistofu heimilt skv. 4. mgr. 14. gr. að beita þá aðila viður­lögum í formi dagsekta sem vanrækja að veita Fiskistofu framangreindar upplýsingar (sjá nánar 4. mgr. 14. gr.). Fiskistofu er falin innheimta hvalveiðigjalds í 3. mgr. Fiskistofa skal leggja á hvalveiðigjald í næsta mánuði eftir að hvalur er veiddur og innheimta hvalveiði­gjaldið. Gjaldið fellur í gjalddaga einum mánuði eftir að Fiskistofa sendir aðilum tilkynningu um álagt hvalveiðigjald. Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. Hafi greiðsla ekki borist innan mánaðar frá gjalddaga fellur veiðileyfi skips niður. Lögveð er í skipi fyrir gjaldinu. Ef gjald er ekki greitt á eindaga reiknast dráttarvextir af fjárhæð gjalds til greiðsludags í samræmi við reglur laga um vexti og verðtryggingu.                                                           Um 13. gr.Ákvæðið er í samræmi við meginreglur um gjaldtökuheimildir hér á landi þar sem byggt er á því að eftirlitsgjöld miðist við raunkostnað við eftirlitið. Í a‑d–lið 1. mgr. er fjallað um þá kostnaðarþætti sem eftirlitsgjaldið skal standa straum af. Í d‑lið er nefndur kostnaður af útgáfu leyfa og er þá átt við útgáfu annarra leyfa en hvalveiðileyfa, sbr. 8. gr.Í 2. mgr. er fjallað um sérstakt viðbótareftirlit Matvælastofnunar sem er umfram almennt og eðlilegt matvæla‑ eða heilbrigðiseftirlit. Hvað fellur undir „almennt og eðlilegt“ matvæla‑ eða heilbrigðiseftirlit fer eftir því hversu mikið eftirlit er talið nauðsynlegt á hverjum tíma í regluverki sjávarútvegs‑ og landbúnaðarráðuneytisins og fyrirmælum eða leiðbeiningum Matvælastofnunar. Opinbert viðbótareftirlit umfram eðlilega eftirlitsstarfsemi felur í sér rann­­sóknarkostnað, m.a. töku og greiningu sýna, auk annars eftirlits sem krafist er til að kanna umfang vandamáls, til að sannprófa hvort gerðar hafi verið úrbætur eða til að finna og/eða færa sönnur á að ekki sé farið að tilskildum ákvæðum. Með fyrirmælum um viðbótar­eftirlit er tryggt að sá aðili (framleiðandi, dreifingaraðili eða veiðileyfishafi) sem smitefni hefur greinst hjá þarf sjálfur að bera þann kostnað sem af viðbótarsýnatökum og prófunum hlýst.Í 3. mgr. segir að ráðherra skuli gefa út gjaldskrá fyrir eftirlitið að fengnum tillögum Fiskistofu og Matvælastofnunar. Slík gjaldskrá mun gilda fyrir eftirlit Matvælastofnunar og Fiskistofu.Í 4. mgr. er kveðið á um hvenær skal greiða gjald vegna eftirlits og skal það gert þegar eftirlitsaðili leggur fram reikning vegna þess.Í 5. mgr. er lagt til að heimilað verði að innheimta eftirlitsgjald með fjárnámi án undan­gengins dóms eða sáttar. Einnig er heimilað að innheimta dráttarvexti komi til vanefnda.                                                           Um 14. gr.Þessi grein er nær samhljóða 15. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Í athugasemdum frumvarps til þeirra laga segir að við ákvörðun þess hvort um minni háttar brot teljist vera að ræða, í skilningi þessara lagaákvæða, sé eðlilegt að líta verði m.a. til þess hvort ætla megi að brot hafi í för með sér umtalsverðan ávinning fyrir hlutaðeigandi útgerð og/eða tengda aðila, hversu mikilvægum hagsmunum brot ógni og hvort það hafi verið framið af ásetningi eða gáleysi. Í þessu sambandi þyki þó rétt að taka fram að brot gegn reglum varðandi veiðar, afla og aflaheimildir eru oft þannig að afar erfitt sé að skera með óyggjandi hætti úr um hvort þau hafi verið framin af ásetningi eða gáleysi. Það atriði eitt og sér geti því almennt ekki ráðið ákvörðun þess hvort brot teljist vera minni háttar.Á hinn bóginn þyki eðlilegt að láta ítrekuð brot gegn umræddum lögum og reglum varða sviptingu veiðileyfis, enda þótt um minni háttar brot í skilningi laganna kunni að vera að ræða. Framangreind sjónarmið eiga einnig við hér.

Í 4. mgr. er að finna heimild fyrir Fiskistofu til að beita þá aðila dagsektum sem vanrækja að veita Fiskistofu upplýsingar skv. 12. gr. Þetta ákvæði á sér nokkra fyrirmynd í lögum nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla. Þær fjárhæðir sem gerð er tillaga um eru þær sömu og finna má í 15. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, og heimilt er að leggja á við synjun um að veita Hagstofunni upplýsingar til hag­skýrslugerðar. Talið er nauðsynlegt að Fiskistofa hafi yfir að ráða framangreindu viður­lagaúrræði til að knýja á um að aðilar veiti upplýsingar skv. 12. gr. en aðgangur Fiskistofu að þeim er forsenda þess að Fiskistofu sé mögulegt að reikna út hvalveiðigjald sem henni ber að innheimta.                                                           Um 15. gr.Hér er kveðið á um heimild til þess að skjóta ákvörðunum Fiskistofu til sjávarútvegs‑ og landbúnaðarráðuneytisins með stjórnsýslukæru. Um hana gilda almennar reglur, þar á meðal ákvæði VII. kafla stjórnsýslulaga, að öðru leyti en því að lagt er til að kærufrestur verði einn mánuður í stað þriggja mánaða.                                                           Um 16. gr.Þessi grein er samhljóða 1. mgr. 25. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Í greininni segir að um refsivert brot sé að ræða hvort sem það er framið af ásetningi eða gáleysi, auk þess sem hlutlæg refsiábyrgð er lögð á lögaðila og er það einnig í samræmi við lög nr. 57/1996, umgengni um nytjastofna sjávar. Ef um er að ræða stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er gert ráð fyrir að dæmt verði hvort tveggja refsivist og sektir. Í fyrrnefndum lögum er jafnframt ákveðið lágmark og hámark sektar bæði við fyrsta brot og ítrekun en í þessu frumvarpi er lagt til að ákvörðun um sektarfjárhæð verði alfarið á valdi dómarans.                                                      Um 17. og 18. gr.Greinarnar þarfnast ekki frekari skýringa en bent skal á að þær eru efnislega samhljóða gildandi ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.                                                           Um 19. gr.Hér er lagt til að samhliða niðurfellingu laga nr. 26/1949, um hvalveiðar, falli niður öll leyfi sem gefin hafa verið út með stoð í þeim lögum. Þegar ný lög um hvalveiðar taka gildi þarf vitanlega að endurskoða gildandi leyfi með hliðsjón af þeim breytingum sem verða með hinum nýju lögum. Þykir því ástæða til þess að árétta það að eldri ákvarðanir sem teknar hafa verið með stoð í eldri lögum falli niður.                                                           Um 20. gr.Greinin þarfnast ekki skýringar.   Fylgiskjal.Fjármálaráðuneyti,fjárlagaskrifstofa:                                    Umsögn um frumvarp til laga um hvali.

Markmið þessa frumvarps er að tryggja að verði hvalveiðar stundaðar hér á landi áfram þá verði það gert á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Gert er ráð fyrir að við gildistöku þessa frum­varps muni lög nr. 26/1949, um hvalveiðar, falla úr gildi. Núgildandi hvalveiðilöggjöf var á sínum tíma sett til að framfylgja ákvæðum um nýtingu hvalveiðistofna á vegum Al­þjóðahvalveiðiráðsins en vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og þeirrar þróunar sem orðið hefur í stjórnsýslurétti er talin þörf á að endurskoða þá löggjöf nú. Gert er ráð fyrir að Fiskistofa muni annast þá stjórnsýsluþætti er snúa að þessu frumvarpi, svo sem útgáfu veiði­leyfa og eftirlit með veiðunum, og að Matvælastofnun annist eftirlit með vinnslu og heil­brigði hvalaafurða. Reiknað er með að kostnaður Fiskistofu vegna þessa geti numið allt að 10–11 m.kr. á ári. Í því sambandi er gert ráð fyrir að tveir til þrír veiðieftirlitsmenn muni starfa við verkefnið frá júní til október og að kostnaður af því verði 7,8 m.kr. Auk þess er gert ráð fyrir 1 m.kr. í akstur og 2 m.kr. í leigu á bát vegna eftirlits úti á sjó. Áætlað er að eftirlitskostnaður Matvælastofnunar verði óbreyttur en hann var um 3 m.kr. í fyrra. Gert er ráð fyrir að eigendur skipa sem hafa leyfi til hvalveiða og þeir sem vinna hvalaafurðir eða dreifa þeim greiði gjald til að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlit Fiskistofu og Mat­vælastofnunar og skal gjaldið ekki vera hærra en raunkostnaður við eftirlitið.Lagt er til að leyfi til hvalveiða verði gefin út til tveggja ára í senn og að gjald fyrir hvert leyfi verði 17.500 kr. sem renni til Fiskistofu til að standa undir kostnaði við útgáfu leyfis. Er þetta gjald til samræmis við gjald fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni sem eigendur fiski­skipa greiða. Gert er ráð fyrir að ítarlegar upplýsingar fylgi umsókn um hvalveiðileyfi. Er m.a. gerð krafa um þekkingu og reynslu af hvalveiðum, þjálfun í meðferð skotvopna og þátt­töku í námskeiði í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Erfitt er að áætla hve mörg veiðileyfi verða gefin út vegna mikilla krafna sem leyfishafar verða að uppfylla en hugsanlega verða þau á bilinu 5–10. Því má gera ráð fyrir að tekjur af gjaldinu verði undir 100 þús.kr. á ári að meðaltali.Gert er ráð fyrir að eigendur þeirra skipa sem hafa leyfi til hvalveiða skuli greiða hval­veiðigjald fyrir hvern veiddan hval og er það gert til samræmis við veiðigjald sem lagt er á vegna úthlutunar aflaheimilda samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Greiðsla hvalveiði­gjaldsins er reiknuð þannig að fyrir hver 500 kg af metinni þyngd hvals skal greiða 2.860 kr. Við ákvörðun hvalveiðigjaldsins var litið til áætlaðrar kjötnýtingar á langreyðum og hrefnum og mjög grófrar áætlunar um verðmæti. Er við það miðað að gjaldið verði ekki hærra en sem nemur 1,5% af þannig reiknuðu verðmæti hvals. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að tekjur af hvalveiðigjaldi muni skila 38,9 m.kr. á ári. Er þá miðað við að 150 langreyðar og 100 hrefnur verði veiddar og að metin heildarþyngd þeirra sé samtals 6.800 tonn. Í fyrra voru veiddar 125 langreyðar og 81 hrefna.Verði frumvarpið óbreytt að lögum má ætla að útgjöld ríkissjóðs vegna kostnaðar Fiski­stofu aukist um 10–11 m.kr. á ári og að þeim kostnaði verði að fullu mætt með tekjum af eftirlitsgjöldum. Auk þess er áætlað að tekjur ríkissjóðs af hvalveiðigjaldi geti orðið 35–40 m.kr. á ári. Samkvæmt frumvarpinu er áformað að lögin taki gildi fyrir sumarvertíðina á yfir­standandi ári. Ekki er gert ráð fyrir þessum breytingum á tekjum og gjöldum í fjárlögum ársins 2010. 

Erindi um komandi hvalveiðilög í haust

Öll erindi í máli 590


Umsagnabeiðnir vegna hvalveiðilaga 590

 Sérkennilegt hvað sumir þurfa að þusa og telja sér að komi við 

Allar umsagnabeiðnir í máli 590 hvalveiðilög á 138. löggjafarþingi

hvalir (heildarlög)

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Almannatengslafélag Íslands
netfang, 101 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Alþýðusamband Íslands
Sætúni 1 (1. hæð), 105 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Byggðastofnun
Ártorgi 1, 550 SAUÐÁRKRÓKUR

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Bændasamtök Íslands
Hagatorgi Bændahöll, 107 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Dýraverndarsamband Íslands Ólafur R. Dýrmundsson
Jóruseli 12, 109 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2270

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Elding Hvalaskoðun ehf
Ægisgarði 7, 101 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
Grensásvegi 13, 108 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2339

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Félag hrefnuveiðimanna B/t Konráðs Eggertssonar
Urðarvegi 37, 400 ÍSAFJÖRÐUR, dbnr. 138 2272

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Félag skipstjórnarmanna
Grensásvegi 13, 108 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Stórhöfða 25, 110 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2271

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Fiskistofa
Dalshrauni 1, 220 HAFNARFJÖRÐUR, dbnr. 138 2245

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Gentle Giants-Hvalaferðir ehf
Túngötu 6, 640 HÚSAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Hafrannsóknastofnunin
Skúlagötu 4, 101 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2344

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Hið íslenska náttúrufræðifélag Hamraborg 6a
Pósthólf 520, 200 KÓPAVOGUR

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Hvalalíf ehf
Jaðarsbraut 25, 300 AKRANES

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Hvalasafnið á Húsavík
Hafnarstétt 1, 640 HÚSAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Hvalaskoðun frá Drangsnesi Upplýsingamiðstöðin
Félagsheimilinu á Hólmavík, 510 HÓLMAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Hvalaskoðun Norður-Sigling
Hafnarsvæði,Gamli Baukur, 640 HÚSAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Hvalur hf.
Reykjavíkurvegi 48, 220 HAFNARFJÖRÐUR, dbnr. 138 2341

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105, 101 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Líffræðistofnun Háskóla Íslands
Sturlugötu 7, 101 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Matís ohf
Borgartúni 21, 105 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Matvælastofnun
Austurvegi 64, 800 SELFOSS

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Náttúrufræðistofnun Íslands
Laugavegi 105, 105 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2403

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Náttúruvaktin Ásta Þorleifsdóttir
Garðastræti 11a, 101 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Náttúruverndarsamtök Íslands ReykavíkurAkademíunni
Hringbraut 121, 107 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2346

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Neytendasamtökin
Hverfisgötu 105, 101 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Reiknistofa fiskmarkaða hf Bjarni Áskelsson
Pósthólf 45, 232 KEFLAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30
Pósthólf 8100, 128 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2338

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Samtök atvinnulífsins
Borgartúni 35, 105 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2340

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Samtök eigenda sjávarjarða Ómar Antonsson
Horni, 781 HÖFN Í HORNAFIRÐI, dbnr. 138 2191

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Samtök ferðaþjónustunnar
Borgartúni 35, 105 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda Jón Steinn Elíasson form.
Fiskislóð 65, 101 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Samtök fiskvinnslustöðva
Borgartúni 35, 105 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2343

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis
Þverholti 2, 270 MOSFELLSBÆR, dbnr. 138 2342

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Sjóferðir ehf Júlíus Snorrason
Hafnarbraut 7, 620 DALVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Sjómannasamband Íslands
Sætúni 1, 105 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2269

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Starfsgreinasamband Íslands
Sætúni 1, 108 REYKJAVÍK

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Umhverfisstofnun bt. forstjóra
Suðurlandsbraut 24, 108 REYKJAVÍK, dbnr. 138 2402

Ub. 7039 sl 03.05.2010 Viking tours
Suðurgerði 4, 900 VESTMANNAEYJAR


Gert 2.9.2010 15:31


Hvalur 9 með 58 langreyði

Samtals búið að veiða 110 hvali. Hvalur 8 með 52 og við með 58.

Þriðjudaginn 31. ágúst, 2010 - Innlendar fréttir

109 langreyðar á land

Í morgun kom 109. hvalurinn á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði á þessari vertíð. Það var Hvalur 8 sem kom til hafnar með langreyði en Hvalur 9 kom með tvo hvali í stöðina á sunnudaginn.

Á vef Skessuhorns í dag er haft eftir Gunnlaugi Fjólar Gunnlaugssyni, vinnslustjóra hjá Hval hf., að veiðarnar hafi gengið eins og í sögu, þrátt fyrir að þokan hafi legið svolítið við ströndina að undanförnu og skipin því þurft að sigla lengra eða allt upp í 200 mílur út.

Hvalur hf. hefur leyfi til veiða 150 landreyðar í sumar auk 25 dýra, sem ekki náðist að veiða á síðustu vertíð.

Svona ritar morgunblaðið. 31/8 2010

• Hvalur 9 brást vel við hjálparbeiðni frá Þjóðverjum

 
Til hjálpar Skipverjarnir á Hval 9 rétta brúsa með olíu um borð í seglskútuna Santa Maria en hún hafði orðið olíulaus um 140 sjómílur vestur af Reykjavík. Þjóðverjarnir urðu afar fegnir og þökkuðu skipverjunum kærlega fyrir.
Mynd frá Svenna Santa Maria
Það gerist ekki á hverjum degi að seglskútur verði olíulausar, en það henti einmitt skútuna Santa Maria frá Hamborg fyrir helgina, þegar hún var stödd um 140 sjómílur vestur af Reykjavík.

Það gerist ekki á hverjum degi að seglskútur verði olíulausar, en það henti einmitt skútuna Santa Maria frá Hamborg fyrir helgina, þegar hún var stödd um 140 sjómílur vestur af Reykjavík.

Vaktstöð siglinga hafði samband við nærstödd skip og í ljós kom að Hvalur 9 var næstur skútunni en hann var á leiðinni til Hvalfjarðar með tvær langreyðar á síðunni. Hvalfangararnir brugðust skjótt við, sigldu að skútunni og létu skipverjana hafa nokkra brúsa af olíu. Fjórir voru um borð, þrír karlar og ein kona. Amaði ekkert að þeim annað en olíuleysið. Var ferðinni heitið til Ólafsvíkur. Er ekki vitað annað en ferðin hafi gengið að óskum eftir þetta.

Eins og myndin ber með sér var logn og blíða vestur af landinu og sjórinn spegilsléttur. Seglin komu því ekki að neinum notum.Veður hefur verið sérlega hagstætt til hvalveiða að undanförnu og nú eru komnar 108 langreyðar á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði .

sisi@mbl.is


mbl.is 109 langreyðar á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona kvikindi eru búin að hrella okkur oft í sumar

Þessi kvikindi eru steinsugur. Eitt kvikindið tók upp á því að troða sér inn sjókælingu fyrir ljósavélina. Og þurfti að skipta snarlega yfir á hina vélina og losa steinsuganna úr rörinu. Annars er allt gott hér af Hval 9 að frétta, við erum á landleið með hvali 56 og 57.
Af Hval 8 er það að frétta að þeir eru komnir með 50 langreyði og hafa vonandi fengið pönnukökur. Þá er byrjað á "stólpíputilraunum" með hvalina og sér X yfirháseti um þessa tilraunastarfsemi ;) - það á víst að vera betra að hreinsa hvalina að innan. 

hvalur9

 


mbl.is Saug sig fasta við hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalur 9 kominn með 55 langreyði

Við fengum í síðasta túr þjóðháttafræðing sem er að vinna ritgerð um menn og verkfærin sem notuð eru við hvalveiðar. Hún muna á næstu árum væntanlega vinna að  ritgerð eða bók út um hvalveiðar. Annars er það að frétta af Hval 8  að þeir eru komnir með 48 finnhvali.

Njáll_að_stýra


Hvalur 9 reddar Santa Mariu

Hvalur 9 á landleið með 2 finnhvali (langreyði), númer 52 og 53 var beðinn af Landhelgisgæslunni að aðstoða seglskútunna Santa Mariu. Seglskútan Santa Maria er frá Hamburg en var með sænskan fána við hún þar sem við komum að henni. Það var einhver misskilningur hjá Þjóðverjunum,  þeir héldu að þeir væru með danska fánann uppi (Grænlenski fáninn hjá þeim var bara í mýflugumynd að ofan og það hefði eflaust móðgað einhvern Grænlendinginn). Seglskútan Santa Maria hafði orðið litla dísilolíu og þar sem það var enginn vindur var ekki hægt að nota seglin.
Við stoppuðum og létum þá hafa 100 lítra af dísilolíu og var áhöfnin (einn kvenmaður og þrír karlar), mjög þakklát fyrir það. Skútan var að koma frá Suður-Grænlandi á leið til Ólafsvíkur.

Santa_Maria1Santa_Maria2Santa_Maria3


Hvalur 9 kominn með 51 finnhvali

Hvalur 8. kominn með 46 finnhvali.

Thordur_&_Njall


Hvalur 9. með 50 finnhvali

Hvalur 8. er kominn með 41 finnhval. Hvalur 8. fór út í bræluspá. Skipstjórinn þar sá kannski gott veður fyrir sunnan land. Það spáir betra á þriðjudag vonandi fer veðrið að batna,  enda er hundadögum að ljúka Smile

Haukur_i_hvildSvenni_i_jagstolnumTolvudeild_Hval9


Hvalur 9 með 49 langreyði

Hvalur 8 kominn með 40 langreyði :(

Byrjaðir að nota hvallýsi

Erum farnir að blanda hvallýsi 30% með svartolíunni og gengur það ljómandi vel.

Landgengid


mbl.is Tilraunir með að nota hvallýsi á hvalveiðiskipin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband