Hvalur 9 reddar Santa Mariu

Hvalur 9 á landleið með 2 finnhvali (langreyði), númer 52 og 53 var beðinn af Landhelgisgæslunni að aðstoða seglskútunna Santa Mariu. Seglskútan Santa Maria er frá Hamburg en var með sænskan fána við hún þar sem við komum að henni. Það var einhver misskilningur hjá Þjóðverjunum,  þeir héldu að þeir væru með danska fánann uppi (Grænlenski fáninn hjá þeim var bara í mýflugumynd að ofan og það hefði eflaust móðgað einhvern Grænlendinginn). Seglskútan Santa Maria hafði orðið litla dísilolíu og þar sem það var enginn vindur var ekki hægt að nota seglin.
Við stoppuðum og létum þá hafa 100 lítra af dísilolíu og var áhöfnin (einn kvenmaður og þrír karlar), mjög þakklát fyrir það. Skútan var að koma frá Suður-Grænlandi á leið til Ólafsvíkur.

Santa_Maria1Santa_Maria2Santa_Maria3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru þeir sáttir við að hvalveiðiskip aðstoðaði það?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 10:57

2 identicon

Var að spjalla við vin minn hérna í Berlín.

Gáfuð þið þeim líka kost?  Hvalkjöt?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband