Svona kvikindi eru búin að hrella okkur oft í sumar

Þessi kvikindi eru steinsugur. Eitt kvikindið tók upp á því að troða sér inn sjókælingu fyrir ljósavélina. Og þurfti að skipta snarlega yfir á hina vélina og losa steinsuganna úr rörinu. Annars er allt gott hér af Hval 9 að frétta, við erum á landleið með hvali 56 og 57.
Af Hval 8 er það að frétta að þeir eru komnir með 50 langreyði og hafa vonandi fengið pönnukökur. Þá er byrjað á "stólpíputilraunum" með hvalina og sér X yfirháseti um þessa tilraunastarfsemi ;) - það á víst að vera betra að hreinsa hvalina að innan. 

hvalur9

 


mbl.is Saug sig fasta við hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Gangi ykkur bara vel að færa björg í bú. Tuttugu tonn af keti í hverju skoti er ekki amalegt. Er að velta því fyrir mér hvort maður þyrði að skjóta ef hópur rjúpna með svipaðan fallþunga flygi yfir.

Dingli, 30.8.2010 kl. 05:32

2 identicon

Verðið þið ekki að fá Jóninu Ben til verksins?

biggi (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband