Komnir með 57 hvali.

Hvalur níu er kominn með 57 hvali og Hvalur 8 með 44 langreyði.

Loks spáir góðu veðri fram yfir helgi :) 


Hvalur 9 er með 51 hvali.

Hvalur 9 er með 51 hvali og Hvalur 8 með 38 langreyði.

Hvalur 9 er komin með 49 finnhvali.

Hvalur 9 er komin með 49 finnhvali og Hvalur 8 36 finnhvali.

Erum nú í brælustoppi en förum fljótlega á stað aftur.

Verður gaman þegar hvalur númer 50 verður skotinn.:)


Hvalur 9 komin með 45 finna.

Hvalur 9 komin með 45 finna og Hvalur 8 með 32 finnhvali.

Er Skipulagsstofnun á villigötum.

Enn og aftur kemur Skipulagstofnun með furðulegar niðurstöður og núna vegna vegalagningar yfir Hornafjarðarfljót. Í skýrslunni er sagt að ekki þurfi að stækka áætlaða brú yfir Laxá heldur á halda sér við brúarstærð sem augljóslega verður ekki nógu stór og kemur ekki til með að tryggja full vatnaskipti. Rut og Sigurður höfundar þessarar skýrslu þyrftu að fara til Hornafjarðar og kynna sér hvað núverandi brú er lítil og stundum hefur lítið vantað á að flæddi yfir hana í vatnavöxtum. Það er auðséð að silkihúfur fyrir sunnan eru ekki að vinna nógu vel sína vinnu. Ég hvet ykkur að til að skoða betur athugasemdaskýrslu  frá H.S Borgum. Ennfremur eru kirkjugarðslög brotin ef að leið 1 yrði vegna nálægðar vegs við heimagrafreit. Sérkennilegt finnst mér að segja að ekki verði hljóðmengun við íbúðarhús á Borgum vegna vegar og vinnu við veg ef að yrði. Hvet ég alla sem áhuga hafa að kynna sér athugasemdirnar við vegalagninguna á þessari vefslóð. http://www.fas.is/~hjordis/vegur/athugasemdir_10_mars.pdf


mbl.is Vill setja skilyrði vegna nýs vegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalkjöt er besta kjöt í heimi.

Það jafnast ekkert á við stór hvalakjet á grillið og ef það er ekki til má notast við hrefnukjet.

Svo er nú gott að grilla lambakjet með ummmmmm.


mbl.is Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalur 9 er með 41 finnhvali.

Hvalur 9.er með 41 langreyði (finnhvali) og Hvalur 8 með 28 langreyði. Það er langt að sækja langreyðina útaf Vestfjörðunum í þeirri ótíð og þokum sem verið hafa frá miðjum júlí, en vonandi kemur betri tíð svo náist sem mest af kvótanum.

Sigurbjorn_a_Hval_6_ad_skjota Mynd af Bjössa á Hval 6.


Hvalur 9 með 39 langreyði

Hvalur 9 með 39 langreyði (finnhvali).

Góða verzlunarmannahelgi og gangið hægt um gleðinnar dyr.


Hvalur 9 er kominn með 35 hvali.

Hvalur 9 er kominn með 35 hvali og Hvalur 8 með 21 hval.

Enn höldum við áfram að bera björg í bú fyrir þjóðarbúið, þrátt fyrir erfiða tíð brælur og þoku.


mbl.is 150 starfa við hvalskurðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalur 9 á landleið með hval 28 & 29.

Hvalur 9 á landleið með hval 28 & 29 og Hvalur 8 er á landleið með hval 15 & 16.

Verðum í Hvalfirði í nótt mánudagsmorguninn 20. júlí kl.05.00Diddi og Stjáni kátir saman.Á mynd eru skipstjórinn á Hval 9 og forstjóri Hvals.


Hvalur 9 kemur með 23 og 24 hvalinn í sumar.

Gömlu hvalbátarnir Hvalur 8 er kominn með 10 finnhvali (langreyði) og Hvalur 9 með 24 finnhvali.

Hvalur 9 kominn með 15 langreyði

Við vorum inni í Hvalstöðinni í dag lagardaginn 4 júlí. Komum við með stærsta langreyðinn sem veiðst hefur á þessari vertíð 70 fet. Það eru búnar að vera þoka yfir miðunum síðustu 3 daga og erfitt að sjá nokkuð í svarta myrkri. Hvalur 8 er komin með 4 finnhvali (langreyði).

Hvalur_9_2009 237


Hvalur 9 er búinn að veiða 10 finnhvali.

Það gengur mjög vel á Hval 9 Veiðst hafa 10 langreyðir og verðum við í Hvalfirði kl 22.00 í kvöld.

Hvalur 9 heldur á veiðar á miðnætti.

Loks er allt orðið klárt til að byrja fyrstu atvinnuveiðarnar á þessari öld. Hvalur 9 byrjar á veiðum en Hvalur 8 verður vonandi tilbúinn í slaginn á sunnudag. Sjálfur verð ég vélstjóri á Hval 9 í sumar. Var ekki með 2006 svo að það eru 20 ár síðan síðast. Þetta verður skemmtilegt að taka sinn þátt í að halda uppi atvinnustigi hér á Íslandi nú þegar svo margt er á niðurleið hér á Íslandi. Það er mjög viðeigandi að byrja aftur hvalveiðar á miðnætti 17 og 18 júní og flagga íslenska fánanum. Vonandi verður þetta til að efla Ísland og að hvalveiðar verð aftur 3% af útflutningsverðmætum þjóðarbúsins.


Jörðin er ekki að hitna

Tekið af blogsíðu
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/ mjög merkjanlegar niðurstöður.

Ekkert hlýnað síðastliðin ár...

Humm...  Er ekki eitthvað athugavert við þessa frétt? "Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var"  Halo

 

Skoðið hitaferilinn hér fyrir neðan. Hann sýnir hitabreytingar í lofthjúpnum síðastliðin 30 ár. Ferillinn nær frá árinu 1979 fram að síðustu mánaðamótum.

Hver hefur þróunin verið á undanförnum árum? Hvað finnst þér? Hefur jörðin hlýnað hratt á þessari öld? Hvar er þessi "hraði hlýnunar" sem á að hafa aukist samkvæmt fyrirsögn fréttarinnar?

 

uah_lt_since_1979_810359.jpg

 


Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í hitafari lofthjúps jarðar frá 1979 til loka febrúar síðastliðinn, samkvæmt gervitunglamælingum. Teiknaður hefur verið inn sveigður ferill sem er útreiknuð fjórðu gráðu margliða sem sýnir tilhneiginguna. Svokölluð "trend" lína. Á myndinni hafa verið afmörkuð fyrirbæri sem stafa að eldgosinu í Pinatubo (kólnun) árið 1991 og El-Nino (hitatoppur) í Kyrrahafinu árið 1998.

Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer.

 

Ef einhver er ekki sáttur við hitamælingar gerðar með gervihnöttum, þá er rétt að skoða myndina hér fyrir neðan. Á henni má sjá hitaferla frá öllum helstu stofnunum sem sjá um hitamæligögn lofthjúps jarðar.

 

 

 

RSS MSU og  UAH MSU ferlarnir eru frá gervihnöttum.

NCDC, GISS og HadCRUT3 eru samkvæmt hefðbundnum mælingum á jörðu niðri.

Þessum ferlum ber nokkuð vel saman,

Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.com

 

Í fréttinni er verið að fjalla um hlýnun á síðustu árum. Hvar er þessi hlýnun ?   Bloggarinn á erfitt með að koma auga á hana. Undecided

 

Vissulega hlýnaði lofthjúpurinn á síðustu öld  eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. En eftir aldamótin síðustu hefur þróunin snúist við. Hvað verður veit enginn. Þrír möguleikar eru í stöðunni:

- Lofthiti fari kólnandi á næst árum.
- Lofthiti standi meira og minna í stað.
- Aftur fari að hlýna eftir eitthvað hik.

 


Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.com Mæligögnin eru frá hinni virtu stofnun The Hadley Centre.

Ferillinn sýnir hitabreytingar frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu. Litlu ísöldinn var að ljúka um 1900 og þá fór að hlýna, enda varla við öðru að búast, eða hvað? Woundering

 

 

Tækni & vísindi | mbl.is | 12.3.2009 | 20:15

Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var

Vísindamenn, sem eru samankomnir á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn í Danmörku, segja að nú þegar séu komin fram dæmi um alvarlegustu áhrifin af völdum loftlagsbreytinga, þ.e. skv. því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að gæti gerst.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.

Bent er á að jafnvel minniháttar hækkun á hitafari geti haft áhrif á milljónir jarðarbúa, sérstaklega í þróunarlöndunum.

Þá benda þeir á að flest tækin í baráttunni við gróðurhúsalofttegundir séu þegar til staðar


Álver eru líka nauðsynleg

 

Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?

Tekið af bloggi http://throsturg.blog.is/blog/throsturg

Höfundur er Þröstur Guðmundsson með doktorspróf í verkfræði og sérfræðingur í framleiðsluferlum í áliðnaði.

Hvers vegna eiga Íslendingar að taka þátt í betri framtíð komandi kynslóða með uppbyggingu í íslenskum áliðnaði í dag?

Samkvæmt skýrslunni Energy savings by light weight - II. Final report frá IFEU Institute fur Energie- und Umweltsforschung í Heidelberg frá 2004 skiptist orkunotkun heimsins gróflega í þrjá flokka; Iðnað, Samgöngur og Heimili og annað eins og sýnt er á mynd 1.

ORKUNOTKUN

 

Mynd 1 Myndin sýnir áætlaða skiptingu orkunotkunar heimsins árið 2000. Sá hluti sem merktur er Heimili / Annað inniheldur t.d. orkuþörfina vegna hitunar og lýsingar heimila, verslana, skóla, heilsugæslu sem og allrar annarrar orkuþarfar mannkynsins sem ekki flokkast undir samgöngur eða iðnað.

Samgönguhluti kökunnar er sá hluti hennar sem vex hraðast samkvæmt upplýsingum frá International Energy Agency og sá hluti orkunotkunarinnar sem helst stendur í vegi fyrir markmiðum um minni losun CO2 á heimsvísu.  Þess vegna hafa alþjóðlegar stofnanir lagt herslu á að samgönguiðnaðurinn vinni að léttari farartækjum á öllum sviðum og á það jafnt við um bíla, skip, lestar og flugvélar. Helsta vopn þeirra sem vinna í þessum málum er aukin notkun léttari byggingarefna eins og til dæmis áls. Umtalsverðum árangri hefur verið náð í þróun ýmissa álblanda en ef borin er saman eðlisþyngd áls og stáls (ST36) er munurinn næstum því þrefaldur.  Samkvæmt niðurstöðu IFEU sem nefnd var hér að framan er áætlaður sparnaður á losun CO2 á líftíma ýmissa farartækja sýndur á mynd 2.

IFEU FIG 3 - ISLENSKA

 

Mynd 2 Myndin sýnir áhrifin af léttari samgöngutækjum og samanburð á ávinningi fyrir minnkaða losun CO2 fyrir hver 100 kg sem tekst að létta tækin.

Áhrifin  af því að létta meðal flugvél um 100 kg eru 1.500.000 – 2.000.000  kg minni losun CO2 í andrúmsloftið á líftíma flugvélarinnar.  100 kg sparnaður í þyngd gæti hugsanleg orsakast af 200 - 300 kg notkun af áli og þá væri CO2 losun vegna þeirrar framleiðslu á Íslandi 340 – 550 kg.  Sparnaðurinn er augljós. Sambærilegar tölur fyrir meðal fólksbíl væru 2.000 – 2.300 kg minni losun CO2 fyrir 340 – 550 kg losun frá íslenskum álverum.

Ávinningurinn af notkun áls ætti að vera augljós út frá þessum einfalda samanburði. Næsta spurning er hvers vegna ættum við að framleiða ál hér á landi en ekki að eftirláta öðrum þessa starfsemi. Þar er því til að svara að álframleiðsla sem byggir á endurnýtanlegum og umhverfisvænum orkugjöfum eins og sú íslenska er mun umhverfisvænni en álframleiðsla sem nýtir raforku sem framleidd er með gasi eða kolum eins og sjá má á mynd 3.

áL + ORKUGJAFAR CO2

 

Mynd 3 Innbyrðis mismunur á losun CO2 vegna álframleiðslu og orkuöflunar.

Fyrir hvert kg sem framleitt er af áli með hreinu rafmagni (framleitt með vatnsaflsvirkjun) er sambærileg losun álvers og orkuvers rúmlega fjórum sinnum meiri fyrir gasorkuver eins og notast er við í álframleiðslu við Persaflóa og allt að tíu sinnum meiri fyrir kolaorkuver eins og byggt er á víða um lönd meðal annars í Kína og Bandaríkjunum. Eins og sýnt hefur verið fram á í þessari grein getum við Íslendingar stuðlað að bjartari framtíð fyrir börnin okkar en ella ef við tökum þátt í umhverfisvænni álframleiðslu með okkar hreinu orkugjöfum.

Heimildir

1. Transportation projections in OECD regions. Detailed report. Paris : International Energy Agency, 2002.

2. Energy savings by light weight - II. Final report. Heidelberg : EFEU Institute für Energie- und Umweltsforschung Heidelberg GmbH, 2004.


Efnahagsáætlun Frjálslynda flokksins

Hérna er efnahagsáætlun Frjálslynda flokksins sem gæti skapað hið nýja Ísland

-Geir Konráð Theodórsson skrifar:

Kæru félagsbræður og systur.
Líkt og Fönixinn, mun úr ösku hins gamla Íslands nýtt og glæsilegra land rísa.
Frjálslyndi flokkurinn hefur alla tíð barist af krafti gegn einu mesta óréttlæti þjóðarinnar, og gert það vel. Tímarnir eru þó þannig, að jafnvel þó yfir helmingur þjóðarinnar sé á móti kvótakerfinu, er það ekki málefnið sem þjóðin mun hafa efst í huga þegar hún gengur til kosninga.
Því hef ég ákveðið að bjóða mig fram til fyrsta sætis Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 

 

Í hálft ár hef ég unnið að áætlun sem ætlað er að  leysa okkar mál. Þetta er engin Keynesian hagfræði, verðlaus pýramídabygging til að halda fólki frá atvinnuleysi eða aðrir eins draumórar á kostnað skattgreiðanda. Heldur hef ég markvisst kannað áætlanir annarra þjóða og tekið rjómann af þessum hugmyndum og myndað eina áætlun. Áætlun sem tekur mið af okkar aðstæðum og auðlindum. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en þetta er lausn á vandamálum atvinnulífsins, fasteignamarkaðarins og þjóðarstoltsins.
Ég tel að málefni áætlunarinnar fari vel saman við stefnu Frjálslynda flokksins, því sameinuð verður stefna okkar fyrsta raunverulega lausn á vanda þjóðarinnar, hvort sem sá vandi er á sjó eða landi. Þessi stefna okkar mun endurvekja og endurreisa efnahag þjóðarinnar, ásamt traust hennar og stolt.
Frjálslyndi flokkurinn hefur hreinan skjöld frá kreppunni og rúmlega tíu ára sögu að baki, þar sem barist hefur verið fyrir lausn á vandamálum lands og þjóðar. Nú þegar ný vandamál hafa risið upp gegn þjóðinni, þá er það mín trú að flokkurinn mun ekki skerast undan, þvert á móti mun flokkurinn takast á við ný vandamál, sem og gömul, af krafti. Ég tel að með minni forystu í kjördæminu og nánu samstarfi flokksmanna geti þessar kosningar orðið kosningar Frjálslynda flokksins.
Upprisa Íslands krefst forystu, og forysta fyrir íslenska þjóð skal ávallt vera okkar markmið!
Geir Konráð Theodórsson

e-mail: geir.konrad@gmail.com
gsm: 848-4046

Nálgast má eintak af grunnhugmyndum áætlunarinnar hér á eftirfarandi vefslóð:
http://freepdfhosting.com/98e80ca611.pdf
Einnig verður haldinn fundur með ýtarlegri kynningu á málefnum Fönix áætlunarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum í næstu viku.
Dagsetning verður auglýst síðar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sigur þjóðarinnar

Þetta er frábær og tímabær ákvörðun. Áfram Ísland
mbl.is Kvalræði sjávarútvegsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörður stendur undir nafni!

Það er gott að vera á þingi og seigja ósatt í krafti þinghelgi.
mbl.is Segir tölur um flutningskostnað á frystum hvalaafurðum fráleitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FAS Framhaldskolinn i A-Skaftafellsyslu sigrar heimsmeistarakeppnina i oliuleit

Íslendingar sigruðu í olíuleitarkeppni í London

Dreki EirikRaude186 Frétt af mbl.is: 

Þeir Andri Geir Jónasson, Freyr Sigurðarson og Níels Brimar Jónsson, nemar við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), gerðu sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum í alþjóðlegri olíuleitarkeppni ungmenna, OilSim International, sem að þessu sinni var haldin við Imperial College í Lundúnum.

Skólinn hefur átt fulltrúa á mótinu á hverju ári frá 2003 og er sá eini á landinu sem hefur alltaf tekið þátt í því. Tvö til fimm lið frá skólanum hafa verið með hverju sinni en „vegna fyrirhugaðrar olíuleitar á Drekasvæðinu svonefnda var ákveðið að kynna leikinn fyrir íslenskum framhaldsskólum," að sögn Hjördísar Skírnisdóttur, kennara piltanna.

Læra að lesa í jarðlögin

Borholur Statoil eftir gasi  á Senhvit og Albatros Spurð um undirbúninginn fyrir mótið sagði Hjördís mikilvægt að kennarar fengju þjálfun í leiknum OilSim af hálfu sérfræðinga Simprentis, sem hannaði leikinn. Keppendur læri að lesa í jarðlög og bjóða í rannsóknarleyfi á vænlegum svæðum.

„Þeir læra mikið í jarðfræði og hvernig olía verður til en verða að passa mikið upp á aurana sína. Þegar líður á keppnina þarf að bora og þá þarf að leigja olíuporball og reikna út kostnaðinn," segir hún.

dollar-oil Hver veit nema þetta verði starfsvettvangur piltanna í framtíðinni, en meðal fyrirtækja sem styrkja keppnina eru Chevron Upstream Europe, Maersk Oil North Sea Limited, Statoil Hydro og Sagex Petroleum ASA, en það síðastnefnda tók að sér að borga fyrir ferð Íslendinganna á lokakeppnina í Lundúnum.

Áhugasömum er bent á grein og her um keppnina eftir Hjördísi.

tekið af blogginu hans

http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/794288/#comment2178012


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband