Jörðin er ekki að hitna

Tekið af blogsíðu
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/ mjög merkjanlegar niðurstöður.

Ekkert hlýnað síðastliðin ár...

Humm...  Er ekki eitthvað athugavert við þessa frétt? "Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var"  Halo

 

Skoðið hitaferilinn hér fyrir neðan. Hann sýnir hitabreytingar í lofthjúpnum síðastliðin 30 ár. Ferillinn nær frá árinu 1979 fram að síðustu mánaðamótum.

Hver hefur þróunin verið á undanförnum árum? Hvað finnst þér? Hefur jörðin hlýnað hratt á þessari öld? Hvar er þessi "hraði hlýnunar" sem á að hafa aukist samkvæmt fyrirsögn fréttarinnar?

 

uah_lt_since_1979_810359.jpg

 


Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í hitafari lofthjúps jarðar frá 1979 til loka febrúar síðastliðinn, samkvæmt gervitunglamælingum. Teiknaður hefur verið inn sveigður ferill sem er útreiknuð fjórðu gráðu margliða sem sýnir tilhneiginguna. Svokölluð "trend" lína. Á myndinni hafa verið afmörkuð fyrirbæri sem stafa að eldgosinu í Pinatubo (kólnun) árið 1991 og El-Nino (hitatoppur) í Kyrrahafinu árið 1998.

Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer.

 

Ef einhver er ekki sáttur við hitamælingar gerðar með gervihnöttum, þá er rétt að skoða myndina hér fyrir neðan. Á henni má sjá hitaferla frá öllum helstu stofnunum sem sjá um hitamæligögn lofthjúps jarðar.

 

 

 

RSS MSU og  UAH MSU ferlarnir eru frá gervihnöttum.

NCDC, GISS og HadCRUT3 eru samkvæmt hefðbundnum mælingum á jörðu niðri.

Þessum ferlum ber nokkuð vel saman,

Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.com

 

Í fréttinni er verið að fjalla um hlýnun á síðustu árum. Hvar er þessi hlýnun ?   Bloggarinn á erfitt með að koma auga á hana. Undecided

 

Vissulega hlýnaði lofthjúpurinn á síðustu öld  eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. En eftir aldamótin síðustu hefur þróunin snúist við. Hvað verður veit enginn. Þrír möguleikar eru í stöðunni:

- Lofthiti fari kólnandi á næst árum.
- Lofthiti standi meira og minna í stað.
- Aftur fari að hlýna eftir eitthvað hik.

 


Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.com Mæligögnin eru frá hinni virtu stofnun The Hadley Centre.

Ferillinn sýnir hitabreytingar frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu. Litlu ísöldinn var að ljúka um 1900 og þá fór að hlýna, enda varla við öðru að búast, eða hvað? Woundering

 

 

Tækni & vísindi | mbl.is | 12.3.2009 | 20:15

Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var

Vísindamenn, sem eru samankomnir á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn í Danmörku, segja að nú þegar séu komin fram dæmi um alvarlegustu áhrifin af völdum loftlagsbreytinga, þ.e. skv. því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að gæti gerst.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.

Bent er á að jafnvel minniháttar hækkun á hitafari geti haft áhrif á milljónir jarðarbúa, sérstaklega í þróunarlöndunum.

Þá benda þeir á að flest tækin í baráttunni við gróðurhúsalofttegundir séu þegar til staðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband