Hvalur 9 kominn með 15 langreyði

Við vorum inni í Hvalstöðinni í dag lagardaginn 4 júlí. Komum við með stærsta langreyðinn sem veiðst hefur á þessari vertíð 70 fet. Það eru búnar að vera þoka yfir miðunum síðustu 3 daga og erfitt að sjá nokkuð í svarta myrkri. Hvalur 8 er komin með 4 finnhvali (langreyði).

Hvalur_9_2009 237


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hér er reyður

     um reyði

    frá reyði

    til reyðar

Orðið beygist eins og Sigríður.

Var á plani 1972 - 1983, á Andrésarvaktinni, þar sem menn komust hjá því að beygja þessi orð með því að tala um finnhval, sæhval, búrhval og bláhval. Á skipunum var þó aldrei talað um búrhval eða búra, heldur sperm.

Flosi Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: S. Einar Sigurðsson

Sæll Flosi ég reyni að nota langreyð fyrir þá sem ekki þekkja hvalveiði mál.

Með kveðju

Einar vélstjóri Hval 9.

S. Einar Sigurðsson, 6.7.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband