Tölur og át hvala

Langreyður
Árið 1991 var gerð sérstök úttekt á vegum Alþjóðahvalveiðiráðsins á ástandi langreyðarstofna í N-Atlantshafi. Við stjórnun veiða hefur jafnan verið gert ráð fyrir að langreyðar á N-Atlantshafi skiptist í sjö stofna eða stofnsvæði.
Samkvæmt talningum árin 1987 og 1989 og fyrri merkingum við strendur Kanada var áætlað að stofnstærð langreyðar á N-Atlantshafi væri a.m.k. 50 þús. dýr. Um 15.600 langreyðar voru á hafsvæði A-Grænlands, Íslands/Jan Mayen, þar af um 8.900 milli A-Grænlands og Íslands og þar fyrir sunnan. Samkvæmt talningunum 1995 voru um 18.900 langreyðar á hafsvæðinu A-Grænland/Ísland/Jan Mayen, þar af um 16 þús. milli A-Grænlands og Íslands. Hér virðist því vera um nokkra fjölgun að ræða í heildarstofnstærð og töluvert frábrugðið útbreiðslumynstur innan stofnsvæðisins frá því sem það var árið 1987.

Hrefna
Í N-Atlantshafi eru a.m.k. þrír stofnar hrefnu með höfuðútbreiðslu á hvalveiðimiðunum við V-Grænland, A-Grænland, Ísland, Jan Mayen (Mið-Atlantshafsstofn) og N- og V-Noreg (NA-Atlantshafsstofn). Talningarnar 1995, sem gerðar voru úr skipum og flugvélum, tóku til tveggja síðarnefndu stofnanna. Samkvæmt þeim var heildarfjöldi hrefna á talningasvæðinu um 184 þús. dýr, þar af teljast 72 þús. dýr til Mið-Atlantshafsstofnsins. Á íslenska flugtalningasvæðinu, sem náði yfir landgrunnið umhverfis landið, voru talin um 56 þús. dýr. Niðurstöður talninganna árið 1995 gefa meira en tvöfalt hærra mat á fjölda hrefna hér við land en eldri talningar.
Miðað við heildar hrefnustofninn telja vísindanefnd NAMMCO að stofninn á íslenska strandsvæðinu sé nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust.

Hversu mikið magn af fiski éta hvalir?
Staðreyndin er sú að eftir margra ára friðun hafa flest allir hvalastofnar heimsins styrkst til muna þó að vissulega finnist tegundir sem ekki þola veiði eins og stendur.
Það sem að við verðum að hafa í huga er það að hvalir éta óheyrilegt magn af fiski. Talið er að hvalir éti um 1,5 milljónir tonna af fiski og um 2,5 milljónir tonna af krabbadýrum og smokkfisk á ári hverju. Hrefnan er talinn skæðust í þoskstofninum, hnúfubakur í síld og loðnu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Sæll

Hafði heyrt svipaðar tölur um hrefnuna áður, en hélt ekki að langreyðarstofninn væri nálægt því svona stór. Hvað með sandreyði, eru tugþúsundir dýra í þeim stofni líka?

Dingli, 17.9.2010 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband