Hvalsteik og pottréttur
10.9.2010 | 17:05
Hvalkjöts piparsteikur. Fyrir 4 800 gr. hval piparsteik. Kjötið er látið liggja í Mjólk yfir nótt, síðan er það skorið í 200 gr. steikur og létt steikt á pönnu ca 3-4. mín á hvorri hlið. Gott að bera fram með piparsósu, bakaðri kartöflu og fersku salati.
Hvalkjöts pottréttur.Innihald:800 gr hrefnu gúllas.
2 stk. laukar.
150 gr. sveppir.
2 stk. rauð paprika.
Salt og pipar.
Nautakjötskraftur.
6 dl vatn.Aðferð.Hvalkjötið er látið liggja í mjólk yfir nótt.Laukurinn er skrældur og síðan skorinn í fína báta, sveppirnir eru skornir í fernt og paprikan er skorin í grófa teninga. Djúp panna er hituð vel með olíu hvalkjötið steikt fyrst síðan er grænmetinu blandað saman við kryddað með salti og pipar. Þegar þetta er búið að krauma örlítið er vatninu helt úti ásamt ca einni msk. af krafti síðan þarf að smakka til. Látið sjóða í 2-3 mín. Þykkt með hveiti og vatni sem búið er að hræra saman. Borið fram með kartöflumús og hrásalati.
http://hemmi.wordpress.com/category/uppskriftirnar/
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.