Alþjóðahvalveiðiráðið úti að aka

Alveg rétt hjá Kristjáni, þarna er ICES að reyna að leggja ráðið niður að fullu á 10-20 árum.

SES 

Efni að neðan er úr Morgunblaðinnu.

Samkvæmt málamiðlunartillögum Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem kynntar voru í fyrrakvöld, er meðal annars lagt til að vísindahvalveiðar Japana dragist saman um 75% á næstu fimm árum og að Íslendingar og Norðmenn fái að halda áfram atvinnuveiðum í að minnsta kosti áratug. Gert er ráð fyrir að Íslendingar megi veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur árlega fram til ársins 2010.

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að Alþjóðahvalveiðiráðið sé alltaf við sama heygarðshornið. Bandarísku embættismennirnir, með stuðningi félaga sinna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, vilji halda öllu fyrir sig og aðrir geti síðan étið það sem úti frýs. Þess vegna komi þessar tillögur ekki á óvart. „Þetta er kjaftshögg, það er ekki að spyrja að því, en þessar tillögur skipta bara engu máli,“ segir Kristján og bætir við að eingöngu sé um að ræða tillögur til málamynda og þær verði aldrei samþykktar á ársfundi ráðsins í Agadir í Marokkó í júní næstkomandi, þar sem þær þurfi ¾ atkvæða til að öðlast samþykki.

 

Óbreytt ástand best

Samkvæmt viðauka við reglugerð nr. 163 1973 um hvalveiðar, með síðari breytingum, skal leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu á árunum 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013 nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Hafró hefur lagt til að árlega megi veiða að hámarki 200 hrefnur og 200 langreyðar.

Kristján segir eðlilegast að halda óbreyttu ástandi. Hann áréttar að formaður og varaformaður IWC hafi lagt fram þessar málamiðlunartillögur og þær fái hvergi hljómgrunn. Hvalveiðiþjóðir sætti sig ekki við niðurskurð og þjóðir andsnúnar hvalveiðum og þar með talið Evrópusambandið vilji ganga lengra í niðurskurðinum. Á ársfundinum megi því búast við tillögum sem gangi þvert á þessar tillögur. Með öðrum orðum liggi ekkert samkomulag um hvalveiðar í loftinu og það sé enginn akkur fyrir Ísland og þess vegna Noreg og Japan að breyta núverandi stöðu.

 

Kjaftæði um heimamarkað

Síðan í október sl. hafa fulltrúar 12 ríkja fundað reglulega og reynt að ná málamiðlunarsamkomulagi milli hvalveiðiríkja og ríkja sem eru andstæð hvalveiðum. Fyrr í mánuðinum settu Bandaríkjamenn fram þá kröfu að allar afurðir, sem falla til við hvalveiðar, yrðu aðeins nýttar á heimamarkaði. Þessi krafa er innan hornklofa í nýjustu tillögunum.

Kristján bendir á að IWC hafi ekkert að gera með verslun og viðskipti með hvalaafurðir. Tillaga Bandaríkjamanna sé ámóta fáránleg og ef Alþjóða flugmálastofnunin skipaði svo fyrir að framleiðendur flugvéla mættu aðeins notað eigin framleiðslu, að Svíar mættu til dæmis aðeins fljúga í vélum af gerðinni Saab. „Í þessu felst, ef menn horfa á stóru myndina, að þarna sé verið að sporna við því að það sé verslað með matvæli.“

Efni er eftir Steinþór Guðbjartsson úr Morgunblaðinnu 24 apríl 2010

steinthor@mbl.is


mbl.is Tillögur Alþjóðahvalveiðiráðsins út í hött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband