Hvalur 9 með 58 langreyði

Samtals búið að veiða 110 hvali. Hvalur 8 með 52 og við með 58.

Þriðjudaginn 31. ágúst, 2010 - Innlendar fréttir

109 langreyðar á land

Í morgun kom 109. hvalurinn á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði á þessari vertíð. Það var Hvalur 8 sem kom til hafnar með langreyði en Hvalur 9 kom með tvo hvali í stöðina á sunnudaginn.

Á vef Skessuhorns í dag er haft eftir Gunnlaugi Fjólar Gunnlaugssyni, vinnslustjóra hjá Hval hf., að veiðarnar hafi gengið eins og í sögu, þrátt fyrir að þokan hafi legið svolítið við ströndina að undanförnu og skipin því þurft að sigla lengra eða allt upp í 200 mílur út.

Hvalur hf. hefur leyfi til veiða 150 landreyðar í sumar auk 25 dýra, sem ekki náðist að veiða á síðustu vertíð.

Svona ritar morgunblaðið. 31/8 2010

• Hvalur 9 brást vel við hjálparbeiðni frá Þjóðverjum

 
Til hjálpar Skipverjarnir á Hval 9 rétta brúsa með olíu um borð í seglskútuna Santa Maria en hún hafði orðið olíulaus um 140 sjómílur vestur af Reykjavík. Þjóðverjarnir urðu afar fegnir og þökkuðu skipverjunum kærlega fyrir.
Mynd frá Svenna Santa Maria
Það gerist ekki á hverjum degi að seglskútur verði olíulausar, en það henti einmitt skútuna Santa Maria frá Hamborg fyrir helgina, þegar hún var stödd um 140 sjómílur vestur af Reykjavík.

Það gerist ekki á hverjum degi að seglskútur verði olíulausar, en það henti einmitt skútuna Santa Maria frá Hamborg fyrir helgina, þegar hún var stödd um 140 sjómílur vestur af Reykjavík.

Vaktstöð siglinga hafði samband við nærstödd skip og í ljós kom að Hvalur 9 var næstur skútunni en hann var á leiðinni til Hvalfjarðar með tvær langreyðar á síðunni. Hvalfangararnir brugðust skjótt við, sigldu að skútunni og létu skipverjana hafa nokkra brúsa af olíu. Fjórir voru um borð, þrír karlar og ein kona. Amaði ekkert að þeim annað en olíuleysið. Var ferðinni heitið til Ólafsvíkur. Er ekki vitað annað en ferðin hafi gengið að óskum eftir þetta.

Eins og myndin ber með sér var logn og blíða vestur af landinu og sjórinn spegilsléttur. Seglin komu því ekki að neinum notum.Veður hefur verið sérlega hagstætt til hvalveiða að undanförnu og nú eru komnar 108 langreyðar á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði .

sisi@mbl.is


mbl.is 109 langreyðar á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Sæll 

En eru 66 Sæskessur eftir, spái jafntefli No.8 nær ykkur!  

Dingli, 1.9.2010 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband