Leigði út tannlæknastólinn fyrir hvalinn!
10.9.2010 | 11:08
Leigði út tannlæknastólinn fyrir hvalinn!
Engilbert Snorrason tannlæknir kallar ekki allt ömmu sína og sannaðist það nú á dögunum. Við ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar lagði Engilbert borinn á hilluna og skellti sér í hvalbúninginn. Annálaður hvaláhugamaður og gamall starfsmaður Hvals sá hann sér ekkert annað fært í stöðunni enn að leigja út tannlæknastólinn og byrja að meta kjöt. "Það þarf að kenna þessum ungu til verka ef þetta á ekki að fara fjandans til" segir Engilbert í samtali við Hvalveiðifélagið. Engilbert er harðorður gagnvart fólki andsnúnu hvalveiðum og sagði hann í samtali við hvalveiðifélagið að einu skilaboðin sem hann hafði til grænfriðunga væru "Take a picture, it will last longer. And if it doesn´t then cry me a river, build a bridge... and get the FUCK over it" Er hann brá sér á léttu tónana. Engilbert mun starfa í tvær vikur hjá Hval allavegna til að byrja með og koma þessu af stað eins og margir aðrir gamlir hvalsstarfsmenn.
Hér sést Engilbert á góðri stundu eftir hvalkjötsát.
Sonur Engilberts, Snorri er paránægður með vinnuframlag föður síns og segir hann vera sterka föðurímynd sem sýnir hvaðan hinn íslenski víkingur er kominn. Snorri segir í samtali við Hvalveiðifélagið "Hvalurinnn er góð afurð sem tilvalin er til manneldis og kjötáts... markaðurinn fyrir þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur íslendinga til að taka á við." Og hermdi hann eftir Guðna Ágústssyni með rödd sinni enda annálaður leikari og þekkja margir hann úr auglýsingum á borð við Mitt kort frá Landsbankanum þar sem hann er með hund sér í fangi.
Tekið af bloggsíðunni http://hvalveidifelagid.bloggar.is/blogg/ bloggað í október 2006
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.