Alþjóðahvalveiðiráðið veit ekki hvað það vill
24.4.2010 | 10:12
Tekist á um kvóta
Meðaltalsveiði á langreyði hérlendis var 234 dýr á árunum 1948 til 1985 og meðaltalsveiði á hrefnu var 192 dýr á árunum 1975 til 1985. Í fyrra veiddust 125 langreyðar og 81 hrefna og voru fulltrúar Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu tilbúnir að draga úr veiðunum ef það yrði til þess að stuðla að samkomulagi. Á fundi 12 ríkja hópsins í Honolulu í janúar sem leið brugðust Bandaríkin, Nýja-Sjáland, Svíþjóð fyrir hönd ESB og fleiri ríki við því með tillögu um kvóta upp á 60 langreyðar og 60 hrefnur. Íslendingar töldu sig ekki getað gengið að því.Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, hefur áréttað í samtali við Morgunblaðið að í allan vetur hafi verið unnið að því að ná samkomulagi sem fæli í sér aukna verndun hvala og bætta stjórnun hvalveiða.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki tjá sig um tillögurnar, sem voru kynntar í fyrrakvöld, fyrr en eftir helgi, en málið er til skoðunar í ráðuneytinu.´
Efni frá Morgunblaðinnu 24/4 2010
Blaðamaður Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Málamiðlunartillaga um hvali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.