Góðar fréttir vegna sumarvertíðar 2010

 Veiðiheimildir á hval og hrefnu verða þær sömu á komandi vertíð eins og á, það eru 150 langreyðar og 200 hrefnur. Í viðtali við fréttavefinn Skessuhorn segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að stuðst sé við veiðiráðgjöf sem Hafrannsóknastofnun gaf út til fimm ára. Hval- og hrefnuveiðimenn nýttu þessar heimildir ekki til fulls á síðustu vertíð, en þá voru veiddar 126 langreyðar og 81 hrefna. Heimilt er í reglugerð um hvalveiðar að færa tuttugu prósent veiðiheimilda milli ára. Ráðherra hefur lagt fram nýtt frumvarp um hvalveiðar, sem koma fyrir þingið á næstunni. Gildandi lög um hvalveiðar eru frá árinu 1949.Bætt er við 50 langreyðum. 25 langreyðir færast á milli ára frá 2009.


mbl.is Sami hvalakvóti og í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband