Efnahagsáætlun Frjálslynda flokksins
9.3.2009 | 11:32
Hérna er efnahagsáætlun Frjálslynda flokksins sem gæti skapað hið nýja Ísland
-Geir Konráð Theodórsson skrifar:
Kæru félagsbræður og systur.
Líkt og Fönixinn, mun úr ösku hins gamla Íslands nýtt og glæsilegra land rísa.
Frjálslyndi flokkurinn hefur alla tíð barist af krafti gegn einu mesta óréttlæti þjóðarinnar, og gert það vel. Tímarnir eru þó þannig, að jafnvel þó yfir helmingur þjóðarinnar sé á móti kvótakerfinu, er það ekki málefnið sem þjóðin mun hafa efst í huga þegar hún gengur til kosninga.
Því hef ég ákveðið að bjóða mig fram til fyrsta sætis Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Í hálft ár hef ég unnið að áætlun sem ætlað er að leysa okkar mál. Þetta er engin Keynesian hagfræði, verðlaus pýramídabygging til að halda fólki frá atvinnuleysi eða aðrir eins draumórar á kostnað skattgreiðanda. Heldur hef ég markvisst kannað áætlanir annarra þjóða og tekið rjómann af þessum hugmyndum og myndað eina áætlun. Áætlun sem tekur mið af okkar aðstæðum og auðlindum. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en þetta er lausn á vandamálum atvinnulífsins, fasteignamarkaðarins og þjóðarstoltsins.
Ég tel að málefni áætlunarinnar fari vel saman við stefnu Frjálslynda flokksins, því sameinuð verður stefna okkar fyrsta raunverulega lausn á vanda þjóðarinnar, hvort sem sá vandi er á sjó eða landi. Þessi stefna okkar mun endurvekja og endurreisa efnahag þjóðarinnar, ásamt traust hennar og stolt.
Frjálslyndi flokkurinn hefur hreinan skjöld frá kreppunni og rúmlega tíu ára sögu að baki, þar sem barist hefur verið fyrir lausn á vandamálum lands og þjóðar. Nú þegar ný vandamál hafa risið upp gegn þjóðinni, þá er það mín trú að flokkurinn mun ekki skerast undan, þvert á móti mun flokkurinn takast á við ný vandamál, sem og gömul, af krafti. Ég tel að með minni forystu í kjördæminu og nánu samstarfi flokksmanna geti þessar kosningar orðið kosningar Frjálslynda flokksins.
Upprisa Íslands krefst forystu, og forysta fyrir íslenska þjóð skal ávallt vera okkar markmið!
Geir Konráð Theodórsson
e-mail: geir.konrad@gmail.com
gsm: 848-4046
Nálgast má eintak af grunnhugmyndum áætlunarinnar hér á eftirfarandi vefslóð:
http://freepdfhosting.com/98e80ca611.pdf
Einnig verður haldinn fundur með ýtarlegri kynningu á málefnum Fönix áætlunarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum í næstu viku.
Dagsetning verður auglýst síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.