FAS Framhaldskolinn i A-Skaftafellsyslu sigrar heimsmeistarakeppnina i oliuleit

Íslendingar sigruðu í olíuleitarkeppni í London

Dreki EirikRaude186 Frétt af mbl.is: 

Þeir Andri Geir Jónasson, Freyr Sigurðarson og Níels Brimar Jónsson, nemar við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), gerðu sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum í alþjóðlegri olíuleitarkeppni ungmenna, OilSim International, sem að þessu sinni var haldin við Imperial College í Lundúnum.

Skólinn hefur átt fulltrúa á mótinu á hverju ári frá 2003 og er sá eini á landinu sem hefur alltaf tekið þátt í því. Tvö til fimm lið frá skólanum hafa verið með hverju sinni en „vegna fyrirhugaðrar olíuleitar á Drekasvæðinu svonefnda var ákveðið að kynna leikinn fyrir íslenskum framhaldsskólum," að sögn Hjördísar Skírnisdóttur, kennara piltanna.

Læra að lesa í jarðlögin

Borholur Statoil eftir gasi  á Senhvit og Albatros Spurð um undirbúninginn fyrir mótið sagði Hjördís mikilvægt að kennarar fengju þjálfun í leiknum OilSim af hálfu sérfræðinga Simprentis, sem hannaði leikinn. Keppendur læri að lesa í jarðlög og bjóða í rannsóknarleyfi á vænlegum svæðum.

„Þeir læra mikið í jarðfræði og hvernig olía verður til en verða að passa mikið upp á aurana sína. Þegar líður á keppnina þarf að bora og þá þarf að leigja olíuporball og reikna út kostnaðinn," segir hún.

dollar-oil Hver veit nema þetta verði starfsvettvangur piltanna í framtíðinni, en meðal fyrirtækja sem styrkja keppnina eru Chevron Upstream Europe, Maersk Oil North Sea Limited, Statoil Hydro og Sagex Petroleum ASA, en það síðastnefnda tók að sér að borga fyrir ferð Íslendinganna á lokakeppnina í Lundúnum.

Áhugasömum er bent á grein og her um keppnina eftir Hjördísi.

tekið af blogginu hans

http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/794288/#comment2178012


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband