Ætlar Mogginn og RUV að láta Fréttablaðið skúbba öllum hvalveiðifréttum?

Ætlar Mogginn og RUV að láta Fréttablaðið skúbba öllum hvalveiðifréttum?
Það væri hægt að halda að Morgunblaðið vildi ekki birta fréttir um hvalveiðimá, sjá athugasemdir mínar og að neðan fréttir úr Fréttablaðinnu og www.visir.is
Verð á hvalkjöti er mjög hátt, segir talsmaður Grænfriðunga í Japan. Íslenska kjötið er komið þar á markað. Salan breytir ekki afstöðu umhverfisráðherra. (Aðsjálfsögðu er verð hærra þegar lítið kjet er á markaðnum dag. ses)
Hvalkjöt eru forréttindi efnaðra Japana, segir talsmaður Greenpeace-samtakanna í Japan
(það breytist þá vonandi á næsta ári. ses).

Sjávarútvegsmál Hvalkjöt eru forréttindi efnaðra Japana, segir talsmaður Greenpeace-samtakanna í Japan. Ljóst er að hvalveiðar myndu gefa milljarða í útflutningstekjur og skapa rúmlega hundrað störf við veiðar og vinnslu. Umhverfisráðherra segir sölu á hvalkjöti í Japan ekki breyta afstöðu sinni um að með hvalveiðum væru Íslendingar að fórna meiri hagsmunum fyrir minni (Hún heldur enn að þetta sé afstaða Samfylkingar samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar 7 des 08. Var þetta afstaða örfás sértrúa öfgafólks í Samfylkingu áður fyrr, sennilega er hinn almenni Samfylkingarfélagi á í dag því að það þurfi að halda uppi sem mestri atvinnu á Íslandi eftir hamfarir síðustu tveggja ríkisstjórna í efnahagstjórn Íslands. SES).

Íslenska hvalkjötið sem sent var til Japans í sumar er komið í dreifingu á markaði. Um er að ræða 65 tonn af kjöti af þeim sjö langreyðum sem veiddar voru haustið 2006.

Junichi Sato, talsmaður Grænfriðunga í Japan, segir að verð á hvalkjöti á Japansmarkaði sé afar hátt. "Kjötið er mjög dýrt og aðeins fyrir vel efnað fólk sem kaupir það fyrir sérstök tilefni." Hann segir að eldri kynslóð Japana hafi smekk fyrir kjötinu og yngri kynslóðin neyti þess sjaldan eða aldrei. Verð á hrefnukjöti í júní var um 50 evrur á hvert kíló en 80 evrur á langreyðarkjöti. "Þetta er þó misjafnt eftir því hvaða hlutar hvalsins um er að ræða og kjötið var þrisvar sinnum dýrara fyrir tíu árum." Neysla á hrefnukjöti er um 4.000 tonn á ári en meiri eftirspurn var eftir langreyðarkjöti á sínum tíma.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, segir að í Japansheimsókn árið 2007 hafi þeir heimsótt fiskmarkaði og komist að því að fyrir góða bita af kjöti fáist fimmtán til tuttugu þúsund krónur.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur að sala kjötsins breyti engu. Hann telur ekki að íslenskt kjöt seljist á háu verði eftir langa flutninga og geymslu í frysti í langan tíma. "Það verða aldrei leyfðar hvalveiðar eftir ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Við erum Evrópuríki og nágrannar Bandaríkjanna. Þetta væri gjörsamlega út í bláinn pólitískt." - shá

Skorar á ráðherra að gefa út kvóta
Sjávarútvegsmál Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir helstu rökin gegn hvalveiðum fallin í ljósi þess að Japanar hafi veitt innflutningsleyfi fyrir kjötinu og það

Sjávarútvegsmál Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir helstu rökin gegn hvalveiðum fallin í ljósi þess að Japanar hafi veitt innflutningsleyfi fyrir kjötinu og það sé komið þar á markað. Augljóslega sé markaður fyrir kjötið og því sé ekki um neitt annað að ræða en að gefa út kvóta í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar.

"Þetta myndi skapa atvinnu fyrir á annað hundrað manns og útflutningsverðmætið hleypur á milljörðum," segir hann. Jón hyggst óska eftir utandagskrárumræðum á Alþingi um hvalveiðar í næstu viku.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að sala hvalkjötsins í Japan breyti ekki hennar skoðun á hvalveiðum. Hún telji sem fyrr að með veiðunum væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. - shá / - sh http://www.visir.is/article/20081207/FRETTIR01/326411094/-1

(Það er nú enginn hissa á ómálefnalegu rökum Þórunnar Sveinbjarnadóttir það er eins og hún sé formaður hjá hinu svokölluðu Náttúruverndarsamtaka Íslands (vilja vernda allt nema íbúa landsins. ses)

Sala á hvalkjöti í Japan breytir ekki afstöðu umhverfisráðherra

Sala á hvalkjöti í Japan breytir ekki afstöðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að með hvalveiðum væru Íslendingar að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Um 65 tonn af kjöti af sjö langreyðum sem veiddar voru haustið 2006 voru send til Japans og er komið í dreifingu á markaði. Talsmaður Grænfriðunga í Japan segir að verð á hvalkjöti á Japansmarkaði sé afar hátt.

Í júní kostaði hvert kg af hrefnukjöti um 50 evrur en 80 evrur á langreyðarkjöti. Það er því ljóst að hvalveiðar gætu skilað útflutningstekjum og skapað ný störf hér á landi.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur ekki að íslenskt kjöt seljist á háu verði eftir langa flutninga og geymslu í frysti. http://www.visir.is/article/20081207/FRETTIR01/725013117

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Í hvaða landi er þessi Þórunn ráðherra?

Er það í draumalandinu eða hvað?

Undarlegt þegar ráðamenn í samfélagi sem er byggt upp sem veiðimanna og bæandasamfélag talar svona. Hún er greinilega ennþá stödd í hringiðu útrásarinnar. Hún er álíka vitlaus og drottningin sem spurði hvers vegna fólkið éti ekki "bröd og smör i stedet for at dö av sult"

Einar Örn Einarsson, 7.12.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: S. Einar Sigurðsson

Góður

S. Einar Sigurðsson, 8.12.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband