Allar forsendur fyrir hvalveiðum eru til staðar

Mig langar að birta þessa frétt frá Fréttablaðinnu.
Forsendur fyrir hvalveiðum eru til staðar
Dreifing á íslensku langreyðarkjöti stendur yfir í Japan. Kjötið fer á markaði um allt landið. Kristján Loftsson vill að kvóti verði gefinn út sem fyrst. Sjávarútvegsráðherra segir allar efnislegar forsendur til að hefja hvalveiðar til staðar.
Sjávarútvegsmál Íslenska hvalkjötið sem sent var til Japans í sumar er komið í dreifingu á markaði.

Sjávarútvegsmál Íslenska hvalkjötið sem sent var til Japans í sumar er komið í dreifingu á markaði. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, telur æskilegt að gefinn verði út kvóti til "alvöru hvalveiða" án tafar. Sjávarútvegsráðherra segir allar efnislegar forsendur til að hefja hvalveiðar til staðar.

Kristján segir að dreifing á kjötinu á milli einstakra markaða í Japan standi nú yfir. Kaupmenn séu ánægðir með kjötið og aðeins tímaspursmál hvenær dreifingu á landsvísu verði lokið. "Þetta eru 65 tonn af kjöti af þeim sjö langreyðum sem við veiddum haustið 2006. Nú er verið að kynna þetta á markaðnum og vonandi bara vísirinn að því sem koma skal."

Kristján minnir á að rökin gegn hvalveiðum hafi ávallt verið að enginn markaður sé fyrir kjötið. Nú sé annað komið í ljós og hann kallar eftir því að gefinn verði út kvóti.

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra treystir sér ekki til að segja neitt um hvort gefinn verði út kvóti til hvalveiða í ljósi þeirra frétta að kjötið sé komið í hendur neytenda í Japan. "Þetta er öðrum þræði pólitísk ákvörðun og menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvalveiðar. Mín afstaða er þó þekkt og óbreytt. Ég tel að allar efnislegar forsendur til að hefja hvalveiðar séu til staðar." Aðspurður hvort ráðherrar Samfylkingarinnar séu eina fyrirstaðan svarar Einar að hann vilji ekkert gefa sér fyrirfram um skoðun þeirra. Málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn.

Ástæðan fyrir töfum á afgreiðslu afurðanna segir Kristján vera að matvælaeftirlit í Japan sé afar strangt. Hvalkjötið hafi verið tekið tvívegis í sýnatökur og þrjú ráðuneyti hafi komið að afgreiðslu þess. Það sé hins vegar eðlilegt þar sem langreyðarkjöt hefur ekki komið inn á japanska markaðinn síðan 1991, en þá var síðasta kjötið úr veiðum ársins 1989 selt þar í landi.

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út að sjálfbærar veiðar á langreyði séu 150 dýr á ári. Kristján vill að sá kvóti verði gefinn út strax. "Ég þarf nokkra mánuði til að undirbúa veiðar og vinnslu."

svavar

@frettabladid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Mjög ánægjulegt og nú á að gefa út kvóta fyrir næsta ár og marka stefnu um kvóta til næstu ára svo hægt sé að standsetja verksmiðjuna og hennar hliðarverksmiðjur svo sem bræðslu og annað það sem gerir það kleyft að fullvinna dýrin sem mest. Þarna liggja mikil verðmæti í sjó og vinna við að vinna hvalinn.

Það er heilmikil vinna fyrir iðnaðarmenn að setja verksmiðjuna í fullkomið stand og það á tíma sem lítið er að gera á vinnumarkaði.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.12.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband