Stærsta spendýr jarðar á Hrafnaþingi

http://visir.is/steypireydur-laskadist-i-hradsudu-i-hvalfirdi/article/2013704269937

Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010.

Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan.

„Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur.

Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð.

„Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár.

Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum.

„Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“

Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga.

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=JfXPQRzz3pg

Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri á Náttúrufræðistofnun Íslands flutti erindi sitt um hvalabeinagrindur og steypireyði sem rak á land á Skaga síðsumars árið 2010 á Hrafnaþingi miðvikudaginn 1. febrúar.


Fjallað verður í máli og myndum um vinnu við að afla hvalabeinagrinda en Náttúrufræðistofnun Íslands hefur slíkt með höndum lögum samkvæmt. Sagt verður frá hreinsun beinagrinda á strandstað og fullhreinsun þeirra en sú vinna tekur mjög mislangan tíma eftir stærð hvalanna. Einnig verður greint frá samsetningu og uppsetningu hvalabeinagrinda. Að lokum verða sýndar aðstæður og greint frá vinnu við að skera steypireyðina sem fannst 23. ágúst 2010 við Ásbúðir á Skaga.

Steypireyður er talin vera stærsta spendýr sem hefur lifað á jörðinni, hún getur orðið allt að 33 m löng og vegið um 110 til 190 tonn. Tegundin er talin vera í útrýmingarhættu. Hvalrekinn á Skaga 2010 er einstakur því það eru ekki til margar beinagrindur af steypireyði í heiminum.

Þessi grein skrifaði Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband