Hvalur 9. með 39 finnhvali.
6.8.2010 | 05:25
Í dag á skipstjórinn 60 ára afmæli og ætlar brytinn að hafa veislu í allan dag. Verður veisla í öll mál í dag. Og nú er veislan búin og áhöfnin stóð á blístri. Morgunmatur var reyktur lax og grafinn. Hádegismatur fiskispjót með þorsk, skötusel og lúðu. Kaffið var með risa sykursprengju kökum, kleinum og vöflum. Endað var með kvöldmatnum lambafile og eftirrétt daim ís með berjum. Annars náði Hvalur átta í 2 finnhvali í morgun og komin með 35 finnhvali.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 26.8.2010 kl. 04:19 | Facebook
Athugasemdir
Kvitt og til hamingju allir,þið standið ykkur vel/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 7.8.2010 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.